27.6.2021 | 22:32
Sjálfsagt að pæla, en óvissuþættirnir eru líklega allt of margir.
Ef reyna á að láta hraunflóðið, sem kemur meira þúsund stiga heitt upp í Geldingadölum lyfta sér upp til að renna á manngerðri brú þvert yfir veginn hrannast upp svo fjölmargar spurningar um það hvernig eigi að temja þessa ófreskju, sem hingað til hefur fundið sér nýja og nýja farvegi til að renna fram bæði undir hrauninu, utan þess og í í duttlungarfullum straumum í gegnum það.
Hin nýja útfærsla á því að stýra rennsli hraunsins yfir Suðurstrandaveg segir höfundurinn að geti miðast við að gosið og hraunrennslið endist í mörg ár.
Ef gosið endist í áratugi, sem er ekki útilokað, eru margfalt meiri verðmæti en Suðurstrandarvegurinn í hættu, Grindavíkurkaupstaður, Svartsengi og Bláa lónið.
Þegar það er haft í huga og sú sviðsmynd tekin inn í heildarmyndina, er hún bæði langstærst, dýrust og mikilvægust.
Svo langur kafli Suðurstrandarvegarins liggur þvert í stefnu hraunsins til sjávar, að hætt er við að mikið þurfi að hafa fyrir því að leiða hraunið allt á tiltölulega stuttum kafla yfir veginn.
Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingu var að lýsa því áðan hvernig myndir teknar með sérstaki tækni beint ofan á hraunið sýndu miklu meiri og flóknari útbreiðslu hins ofurheita hrauns undir hraunbreiðunni en sést af landi.
Eini árangurinn, sem náðst hefur að marki hér á landi var fólginn í því að safna saman öllum fáanlegum öflugustu vatnsdælum landsins og Varnarliðsins til að dæla köldu vatni á hraunið sem hrúgaðist upp á leið sinni út úr gíg Eldfells.
Myndin er tekin á fyrsta gosdegi, en í fyrstu var eldvirknin á 1500 metra langri sprungu.
Þetta hraun var miklu meira seigfljótandi en hraunið við Fagradalsfjall og því tókst að kæla hraunjaðarinn og það sjálft nógu mikið með vatnsaustrinum til þess að það stöðvaðist mun fyrr en ella.
Ofan á hrauninu flaut stærðar hraunhæð, sem fékk heitið Flakkarinn, og færðist um mörg hundruð metra á ógnandi ferð, en stöðvaðist líka nógu snemma.
Heimaeyjargosið stóð aðeins í rúma fimm mánuði og óvíst er um endalokin ef það hefði staðið árum saman.
Vill hraunbrú yfir Suðurstrandarveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.