Hvað, ef hraunið á eftir að verða tólf sinnum stærra en það er núna?

Upplýsingar Þorvaldar Þórðarsonar um hraunið sem kemur úr gosinu í Geldingadölum, eru mjög athyglisverðar og lýsandi fyrir þau flóknu  viðfangsefn sem blasa við varðandi það að veitt verði viðnám gegn framrás hraunsins, til dæmis í formi brúargerðar yfir Suðurstrandaveg sem fjallað er um í næsta bloggpistli á undan þessum. 

Á loftmynd í viðtengdri frétt á mbl. sést vel að hinn svarti flötur hraunsins er kominn langleiðina niður að Suðurstrandarvegi. 

En Þorvaldur telur sjást af öðrum gögnum, að hið mjög svo þunnfljótandi hraun sem er allt að 1000 til 1400 stiga heitt, liggi undir meirihluta hraunsins og finni sér ófyrirsjáanlega farvegi til framrásar. 

Erfiðasta matsatriðið er þó sennilega að áætla hve langt gosið verði. 

Í Kröflueldum sem líta má á sem eitt gos í níu goshrinum á níu ára tímabili kom upp hraun sem breiddi sig yfir 35 ferkílómetra alls, eða tólf sinnum meira flatarmál en hraunið úr Geldingadölum er orðið nú. 

Hvernig sem þetta fer nú verður ekki hjá því komist að gera ráð fyrir löngu gosi og útbúa skástu aðgerðir til þess að hafa áhrif á rennsli hraunsins og tjónið af því. 

Margar sviðsmyndir má gera með ýmsum útfærslum, svo sem leiðigörðum, varnargörðum, brú yir Suðurstrandarveg fyrir bíla eða jafnvel niðurgrafinn farveg fyrir hraunstrauminn, sem lægi undir brú.  

En á meðan gosið er enn í gangi verður ekki komist hjá því að gera áætlun varðandi áratuga gos og hafa í huga að hraunið sem kom upp í gosinu í Holuhrauni 2014-2015 er 85 ferkílómetrar eða um 30 sinnum stærra en hraunið við Fagradalsfjall er nú. 


mbl.is Aukin virkni í Geldingadölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband