Hljóðbært frá stórri þotu í logninu?

Það var aldeilis einstakt veður núna síðla kvölds á leiðinni frá Vestmannaeyjum um Landeyjahöfn til Reykjavíkur. 

Stafalögn og heiðrikja en mikið mistur, svo að kvöldsólin settist í norðvestri eins og eldrauður hnöttur. 

Þegar litið var til Eyjafjallajökuls um klukkan ellefu stóðu Goðasteinn og tindur fjallsins mjög skýrt upp í sólarbirtuna og í sömu svifum birtist stór fjögurra hreyfla þota þar yfir og stóðu gufstrókarnir tignarlega aftan úr hreyflum hennar. 

Að öðru leyti ríkti fágæt kyrrð yfir öllu Suðurlandi og ekki blakt strá i vindi. Setið var inni í bíl á ferð þegar þessi sjón sást, og því ekkert óeðlilegt ekkert óvenjulegt heyrðist innan úr bílnum. 

Þar að auki virðist svo að vitnisburðum að þessi hávaði hafi ekki heyrst alls staðar, þótt hann heyrðist víða. 

Síðuhafi upplifði það fyrir rúmum fjógurm áratugum ásamt fleirum, sem þá voru staddir í eyjunni Knarrarnesi undan Mýrum, í stafalogni og heiðríkju, sem ríkti um allan Faxaflóa, að stór risaþota flaug í mikilli hæð beint yfir eyjuna til vesturs, og að heyra mátti þotuhvininn frá henni greinilega og eftirminnilega. 

Þess ber að gæta að 35-40 þúsund feta flughæð er ekkert sérstaklega hátt frá jörðu, beint undir flugferlinum, aðeins 10-13 kílómetrar. 

Frægt varð árið 1934 þegar gamall maður heyrði ásamt fleirum, sem staddir voru á Jökuldal, miklar drunur í suðvestri. 

"Þar hljóp hann" sagði sá gamli. 

"Hver?" spurðu menn. 

"Brúarjökull" svaraði sá gamli.

"Af hverju heldurðu það?" var spurt. 

"Af því að þetta sama heyrðist 1890 þegar hann hljóp", svaraði sá gamli. 

Hann reyndist hafa rétt fyrir sér og þessar drunur bárust 50 kílómetrar vegalengd. 

Niðurstaða: Er hægt að útiloka að drunurnar, sem heyrðust á Suðurlandi seint í kvöld hafi komið frá þotunni stóru, sem flaug við hljóðbær skilyrði yfir Eyjafjallajökul og vestur yfir Suðurland um ellefuleytið?

 

 

'

 

 

 

 

2


mbl.is Miklar drunur á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband