Slæmt orðaval að tala um móðuharðindi.

Þegar talað er um móðu af völdum eldgosa kemur heitið móðuharðindi stundum fram hjá fólki i ræðu og riti.  

Það er að vissu leyti skiljanlegt en hins vegar alveg fráleitt í öllum samanburði við eldgosamóðu í gosum eftir 1783.  

Að ekki sé talað um það, að þegar Viðreisnarstjórnin á sínum tíma kom í framkvæmd miklum endurbótum og tilslökunum sögðu sumir stjórnarandstæðingar að í þeim fælist fyrirbrigðið "Móðuharðindi af mannavöldum."

Skoðum helstu tölur varðandi Skaftáreldana:  Fjórðungur þjóðarinnar dó af völdum harðindanna og yfir 70 prósent alls búsmala. 

Á leið frá Vestmannayjum um Borgarfjörð austur á Brúaröræfi hefur verið fróðlegt að sjá hin fjölbreyttu tilbrigði lofthjúpsins yfir Íslandi; allt frá heiðríkjusvæðum hér og þar og yfir í mikið mistur og niðaþoku sums staðar.

Þessi móða er samt ekki neitt neitt miðað við mestu harðindi´Íslandssögunnar. 


mbl.is Gosmóðan líklega á förum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband