12.7.2021 | 19:17
Ef meðallaunin eru 800 þús á mánuði, eru 300 þúsund rausnarleg?
Hver íslenskur launamaður er sagður hafa verið með tæpar 800 þúsund krónur í mánaðartekjur á mánuði.
En athygli vekur að tíu prósent launamanna er aðeins hálfdrættingur þessara meðallauna og að á botninum eru tugþúsundir fólks með allt niður í 300 þúsund á mánuði.
Í ljósi þessa er nöturlegt að heyra íslenska ráðamenn guma af afrekum sínum við að bæta kjör lífeyrisþega og aldraðra þegar sú staðreynd blasir við og vekur undrun kollega þeirra erlendis, að hvergi á byggðu bóli hefur verið búið til eins útsmogið og óréttlátta jaðarskattakerfi til þess að þröngva sem flestum inn í þá fátæktrargildru sem þetta hraðsnúna jaðarskattkerfi felur í sér.
Tíundi hver með yfir milljón á mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.