13.7.2021 | 10:12
Veldisvaxtarkrafan íslenska sækir í sig veðrið.
Krafa um veldisvöxt og margföldun verður æ meira áberandi á Íslandi.
Þótt við framleiðum nú þegar sexfalt meiri raforku en við þurfum til nota fyrir okkar eigin fyrirtæki og heimili, er í gangi stórfelld krafa um að fjórfalda þessa framleiðslu:
528 virkjanir í smærri kantinum, sem einar og sér myndu samsvara næstum helmingi allrar orkuframleiðslu okkar núna.
Á annað hundrað nýjar vatnsafls- og gugufaflsvirkjanir innan núverandi rammaáætlunar sem samsvara tvöfaldri núverandi framleiðslu. Stóð í 3200 megavöttum í fyrra og fer vaxandi.
Mera en þrjátíu risa vindorkuvirkjanir hafa nú verið settar á flot og nemur samtals orkuframleiðsla þeirra meira en tvöföldun núverandi orkuframleiðslu.
Verði allt þetta framkvæmt virðist framtíðarstefnan vera sú að við framleiðum á endanum 20 sinnum meiri raforku en við þurfum til eigin fyrirtækja og heimila og að allan tímann verði okkar eigin þörf og raforkuskortur ævinlega notuð sem röksemd fyrir þessu æði.
Í viðbót við þetta er uppi veldisvaxtarkrafa í laxeldi sem felst í margföldun þess á þeim forsendum að annars sé eldisframleiðslan aðeins "dropi í hafið" á heimsvísu.
Íslendingar enn bara dropi í hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.