13.7.2021 | 15:45
Skaftá hefur verið á aftökulista undanfarna áratugi.
Undanfarna áratugi hafa virkjanaunnendur rennt hýru auga til Skaftár og lagðar hafa verið fram áætlanir um að minnsta kosti tvær virkjanir í ánni, efst í henni, og niðri við Skaftárdal.
Efst í henni byggðist virkjunin á því að stífla hana og flytja vatnið í henni yfir í Langasjó og síðan í jarðgöngum þaðan yfir í Tungnaá og taldir ýmsir kostir við það.
1. Vatnsmagn og orkuframleiðsla myndi aukast í virkjanakerfi Tungnaár og Þjórsár.
2. Aurframburði í Skaftárhlaupum yrði bægt í burtu yfir í Langasjó.
3. Fyrir tveimur öldum hefði Skaftá runnið yfir í Langasjó og þess vegna þjóðþrifamál að koma því atriði aftur í fyrra og eðlilegra horf.
Margt var við þetta allt að athuga, og var haldin um það upplýsandi ráðstefna:
1. Stíflugerð og jarðgangagerð við Langasjó fylgdu slæm og óafturkræf neikvæð umhverfisáhrif.
2. Í stað hins undurfagra og tæra bláma fegursta vatns á Íslandi kæmi drullubrúnn litur og vatnið myndi fyllast upp af auri á um 70 árum.
3. Ef litið er á þau ellefu þúsund ár, sem Skaftá hefur runnið eftir ísöld, rann hún aðeins í Langasjó í um eina öld, eða 0,005 prósent af tilverutíma hennar! Og þá er ekki vitað til að Skaftárhlaup síðustu aldar hafi verið eins og þau urðu síðar. Sem sagt: Með því að beina Skaftárhlaupum að meira eða minna leyti yfir í Langasjó væri verið að stuðla á ítrasta hátt að eyðileggingu vatnsins.
Nú hefur Langisjór verið felldur með friðun undir Vatnajökulsþjóðgarð. En engu að síður verður að halda vökunni varðandi þá vernd, því að á sínum tíma sagði þáverandi iðnaðarráðherra að það væri stærsti kosturinn við að aflétta friðun, að það væri miklu fljótlegra og einfaldara en að friða. Margir virkjanafíklar hafa tekið undir það á ýmsan hátt, svo sem með kjörorðinu "virkja fyrst - friða svo!"
Í gangi eru áform um virkjun Skaftár í svonefndri Búlandsvirkjun. Meira um það síðar.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
En ef við göngum nú í ESB og bönnum bensínnotkun sbr.
Bland förslagen finns bland annat bensinförbud
Nya förslag för EU:s klimatmål väntar – ”Kommer bli mycket bråk” | SVT Nyheter
Grímur Kjartansson, 13.7.2021 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.