15.7.2021 | 10:00
Staðreyndir sögu stjórnarskrármálsins blasa við.
Nokkrar staðreyndir um stjórnarskrármálið í 172 ár blasa við:
1849 settu Danir sér stjórnarskrá, þar sem reynt var að friðþægja dönskum konungi, vegna þess að einveldi hans var afnumið. Það fólst í um það bil 30 upphafsgreinum, sem tíndu til öll hlutverk konunungins, en einnig ákvæði, sem tiltók, að hann væri ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum og léti ráðherra fara með vald sitt.
Í stað þess að leyfa Íslendingum að setja sér stjórnarskrá sjálfum á Þjóðfundinum 1851, sem var eins konar stjórnlagaþing sem kosið var til í sérstökum kosningum eins og lofað hafði verið, lét konungur Trampe greifa slíta honum. Þessu gerræði og svikum mótmælti Jón Sigurðsson og fundarmenn allir eins og frægt varð og þau mótmæli eru því miður enn í fullu gildi.
Komungur setti síðan 1874 Íslendingum einhliða stjórnarskrá, samda í danska Kanesllíinu þar sem fyrstu fáránlegu greinarnar um völd eða ekki völd konungs héldu sér.
Þetta fráleita upphaf stjórnarskrárinnar heldur sér enn, því að til þess að ná fram samstöðu um lýðveldisstofnun 1944 var orðið forseti sett inn þar sem orðið konungur hafði verið.
Talsmenn allra flokka á þingi 1944 hétu því að þegar eftir kosningar skyldu Íslendingar sjálfir og einir setja sér nýja íslenska stjórnarskrá, gerða frá grunni.
Síðan 1946 hefur fjöldi stjórnarskrárnefnda reynt að framkvæma þetta loforð, en ekki tekist það.
Í febrúar 2009 gerðu Framsóknarmenn það að skilyrði fyrir því að verja minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vantrausti gegn því að ný stjórnarskrá skyldi gerð.
Að tillögu Sjálfstæðismanna var haldinn sérstakur þjóðfundr um málið eftir þingkosningarnar 2009.
Sérstök stjórnarskrárnefnd sérfræðinga vann upp úr niðurstöðum þjóðfundarins um þúsund blaðsíðna leiðbeinandi skjal um sjónarmið og leiðir í nýrri heildstæðri stjórnarskrá, sem sérstakt þjóðkjörið stjórnlagaþing skyldi semja.
Hvergi í þessari vinnu allri og ferlinu var þess getið, að aðeins mætti breyta einhverjum sérvöldum köflum stjórnarskrárinnar en ekki hrófla við öðrum.
Þegar talað er um ósvífni og misskilning eiga þau orð því við þá umræðu úrtölumanna, sem nú er höfð um hönd.
Ósvífinn áróður um stjórnarskrármál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Punkturinn er sá að ef það er á annað borð vilji til að gera breytingar á stjórnarskrá þá er eina löglega leiðin að gera það í samræmi við breytingarákvæði gildandi stjórnarskrár.
Allt tal um annað er áróður fyrir lögleysu.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.7.2021 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.