Hörmungar og blóðbað fáránleikans í 43 ár.

Leitun er að þjóð í veröldinni sem hefur orðið að líða jafn langa hörmungarsögu vegna afskipta stórvalda og Afganir hafa orðið að þola. 

Atburðarásin hófst fyrir 1980, með valdatöku marxiskrar hreyfingar 1978, enda liggja löndin saman og það því mikilvægt að dómi ráðamanna í Kreml að hafa þau landamæri trygg. 

En þá gerðu heimamenn, múslimar í Afganistan, uppreisn 1979 og steyptu leppum kommúnista af stóli.

Nafn helstu samtaka uppreisnarmanna var Mujaheddin og nutu þeir meðal annars vegna stuðnings Bandaríkjamanna, sem einblíndu á það að þarna yrði klekkt á kommúnistunum í Kreml í Kalda stríðinu. 

Hvorki Bandaríkjamenn né Sovétmenn skeyttu í raun neitt um hag fólksins í Afganistan; þetta voru hernaðarpólítísk átök var verstu gerð.

Hvorugur virist sjá fyrir að með framferði sínu myndu þeir valda dauða og þjáningum milljóna manna án hins minnsta árangurs.  

Sovétmenn töldu sig knúna til þess að endurheimta völdin í Afganistan og sendu her sinn inn í landið. 

Bandaríkjamenn og Vesturveldin svöruðu með því að sniðganga Ólympíuleikana í Moskvu 1980. 

Þar með voru þessi kaldrifjuðu átök farin að verða til stórskaða fyrir íþróttafólk um allan heim, sem var látið líða að ósekju fyrir axarsköft og valdagræðgi risaveldanna. 

Sovétmenn og fylgiríki þeirra svöruðu síðan með því að sniðganga leikana í Los Angeles 1984 og tvöfalda þannig það tjón sem Afganistandeilan hafði valdið. 

Afganistanbröltið varð Sovétríkjunum dýrkeypt og eitt af þeim atriðum sem felldi kommúnismann í Austur-Evrópu á árunum 1989-2991, enda þótt Sovétherinn hefði verið dreginn frá Afganistan 1985.  

Við tóku yfirráð heittrúaðra múslima þar 1985-2001, þar sem hryðjuverkaöfgasamtökin Al-Quaida fengu að hreiðra um sig og gera síðan árás á Bandaríkin 2001, sem olli þeim viðbrögðum Bandaríkjanna að leggja Afganistan undir sig með hervaldi 2001-2021. 

Þá voru Bandaríkin búin að gera þrisvar sinnum það sem þeir höfðu fordæmt Sovétríkin fyrir að gera 1980.

Kanar stóðu á bak við hernaðaruppreisn 1999, stóðu á bak við hernað við innrásarlið Sovétmanna 1980 til 1985 og gerðu í þriðja lagi sjálfir innrás í landið 2001 og héldu þar völdum með hervaldi til 2021. 

Hráskinnleikur risaveldanna í þessu hrjáða landi hefur ekki aðeins verið harmsaga, heldur fáránleikinn sjálfur í formi innrása þeirra í landið sitt á hvað. 


mbl.is „Mistök“ að draga herlið frá Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru góðar fréttir að berast frá Afganistan þessa dagana.
Það virðist sem Talibanar muni fljótlega ná yfirráðum í Afganistan.
Nú er sendinefnd frá þeim í Moskvu sem á í viðræðum við Rússa um framtíð Afganistan.
Þeir hafa gefið nokkur mikilvæg loforð sem gætu orðið til þess að friður komist á í landinu og friður við nágranna.
Í fyrsta lagi hafa þeir lofað að koma á stjórn sem tekur tillit til annarra menningarhópa í landinu og veia þeim aðgang að stjórn landsins með samningum.
Þetta er grundvallarbreyting frá því síðast þegar þeir náðu völdum.
Það virðist sem þeim sé einhver alvara með þessu í ljósi þess að þeir hafa komið vel fram við stjórnarhemennsem hafa gefist upp ,og hafa hjálpað þeim að komast til síns heima frekar en að refsa þeim.
Í annan stað hafa þeir lofað að koma í veg fyrir að öfgahópar ISIS og AlKeada hreiðri um sig í landinu.
Þetta er mjög svo í þágu Rússa og Kínverja
Þeir hafa einnig lýst því yfir að þeir muni ekki reyna að flytja út hugmyndafræði sína til nágannaríkjanna og þeir muni virða landamæri þeirra.
Þeir hafa lofað að tryggja öryggi sendiráða annarra ríkja og þeir muni binda endi á ópíumsramleiðslu í landinu.

Nú hafa Afganir sóst eftir að fá inngöngu í Shanghai Cooperation Organisations.
Talsmenn Talibana tala nú ítrekað um Kínverja sem vini sína,en eins og við vitum er Kína lykilríki í SCO og væntanlega er þessi orðræða merki um að þeir sækist eftir að verða aðilar að Belt And Road verkefninu.
Þetta er alger bylting frá fyrri utanríkisstefnu Talibana.
Þeir virðast nú vera reiðubúnir að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi með ríkjum Mið Asíu

Rússnesk diplomatia er alveg einstök.
Í Rússlandi eru Talibanar hryðjuverkasamtök samkvæmt Rússneskum lögum.
Samt sem áður taka Rússar upp viðræður við þá þegar það er ljóst orðið að þeir muni taka völdin í Kabúl.
Það virðist sem Rússar séu nú að undirbúa að viðurkenna stjórn Talibana sem að öllum líkindum mun taka völdin innan fárra mánaða, og hafi nú þegar gert samninga við Talibana sem munu hugsanlega tryggja frið í landinu og að auki tryggja frið við nágrannalöndin.
Héraðshöfðingjar í Norður Afganisan sem áður nutu stuðnings Sovétmanna hafa þegar lýst því yfir að þeir séu reiðubúir að ganga að samningaborði við Talibana um framtíðarstjórn landsins.
Það er ekki óhugsandi að það sé einhverskonar sambandsríki í uppsiglingu í Afganistan þar sem héruðin fá að halda í siðvenjur sínar,þar á meðal trúariðkanir,en Talibandar fari með völdin í Kabúl.
Þetta er alger kúvending og það má sjá fingraför Putins og Lavrovs út um allar þessar hugmyndir.
Það virðist sem allir vegir liggi nú til Moskvu.
En við sjáum hvað gerist svo.


Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2021 kl. 00:53

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Góð samantekt. Ef mál þróast eins og Borgþór lýsir er það vegna þess að lýðræðisríki vesturlanda hafa verið í landinu í áratugi. Þróað ný viðhorf og stjórnmál sem vonandi leiða til þess að Afganir ná tökum á sínum málum? Breytt stefna Trump forseta í málefnum Mið-Austurlanda er því að hafa áhrif á núverandi þróun. Betra fyrr en seinna.

Sigurður Antonsson, 16.7.2021 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband