Þarf nýjar hugmyndir sem mótvægisaðgerðir við aukinni samkeppni.

Hér á síðunni hefur áður verið minnst á þrjú meginatriði varðandi rekstrarmköguleika Litlu kaffistofunnar við að skapa stemningu og upplifun, sem ekki er að finna annars staðar. 

1. Að skapa sérstöðu vegna útlits og eðlis í svipuðum dúr og gert er við gamlar þjóðleiðir erlendis,, svo sem Route 66 í Bandaríkjunum þar sem varðveittar eru gamlar bensídælur og aðrar minjar um þjónustuna fyrir árið 1960. Meðal anarra minja um forna tíð má nefna heimsókn Jeremy Clarks í kringum 1990. 

2. Litla kaffistofan er á vegamótum hins nýja Suðurlandsvegar upp Draugahlíðabrekkuna og hins gamla sem þræddi leið meðfram Svínahrauni til Kolviðarháls, vegna þess að þá voru ekki komin til sögunnar ný og stórvirk vegagerðartæki á borð við jarðýtur og stóra trukka. Fræða má um þessa tíð með haganlegum upplýsingaskiltum, viðeigandi tónlist o. s. frv. 

3. Bjóða upp á veitingar sem hafa sérstöðu, svo sem rjómasúkkulaði, kleinur og ástarpnga.   

Í þessum fyrri skrifum um Litlu kaffistofuna hefur hingað til ekki verið minnst á það atriði, sem hafði undirliggjandi áhrif á hana, en það er tilkoma stórrar bensínstöðvar Olís við Rauðavatn. 

Hún er í aðeins tólf kílómetra fjarlægð frá Litlu kaffistofunni, en áður en hún kom, voru næstu stöðvar Skeljungs og N1 fimm kílómetrum fjær. 


mbl.is Litla kaffistofan opnuð á ný í ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Krappa innkeyrslan eftir bratta brekku er ekki góð og drepur fólk og mæli ég með lokun á innkeyrslunni!

Eyjólfur Jónsson, 25.7.2021 kl. 16:02

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gæti Olís ekki hjálpað við að koma upp svona míní safni??

Sigurður I B Guðmundsson, 25.7.2021 kl. 17:37

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nautaís með bernaise er svarið.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.7.2021 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband