3.8.2021 | 10:08
"Þetta snýst um P.R." Umdeilanlegt sjónarmið Bílgreinasambandsins.
Toyota Príus var tímamótabíll þegar hann var kjörinn bíll ársins í Evrópu 2007. Samt var engin leið að leiða neina orku í hann nema í gegnum bensíndæluna. Hægt var á þeim tíma að ná fram álíka sparnað í notkun jarðefnaeldsneytis á bíla með því að nota dísilvélar í stað bensínvéla.
Á þeim tíma var það vinsælt hjá fræga fólkinu í Hollywood að aka um á tvinnbílum og keyptur var Lexus tvinnbíll fyrir forseta Íslands.
Í samtali við þáverandi forseta var bent á að alveg sama árangri varðandi útblástur og önnur afköst nýja forsetabílsins hefði verið hægt að ná með því að kaupa sömu stærð af dísilknúnum Benz eða BMW.
"Ég veit það," sagði forsetinn, "en þetta snýst um P.R."
Nú hafa orðið gagngerar breytingar í þessum málum og hreinir rafbílar og tengiltvinnbílar hafa þann mikilvæga kost að hægt er að leiða í þá raforku, sem enn er ekki hægt að gera á tvinnbílum.
Enda er alþjóðlega lögð áhersla á að skipta yfir í hreina rafbíla, láta tengiltvinnbílana vera víkjandi um sinn, en telja að sjálfsögðu tvinnbíla ekki með, hvað sem öllu P.R. líður.
Í stað þess að segja að 65,5 prósent seldra bíla séu "nýorkubílar" væri réttara að segja að talan væri um 43 prósent.
Tveir af hverjum þremur nýorkubíll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.