3.8.2021 | 20:31
Slembival hefur verið reynt áður erlendis.
Í starfi C-nefndar stjórnlagaráðs var ákveðið að athuga sem best mismunandi aðferðir til þess að framkvæma lýðræði.
Meðal margra athyglisverðra aðferða voru algerlega beint lýðræði í formi beins vals kjósendanna í kjörklefanum sjálfum og það að nota slembival, til dæmis úr þjóðskrá og tveir nefndarmenn voru ófeimnir við að veifa´djörfum hugmyndum í því efni .
Lýður Árnason var bæði áhugamaður og fróður um slembivalið og þeir Þorkell Helgason og Pawel Bartotzek voru næsta fróðir um það hvar aðferðir til beins lýðræði hefðu helst verið reyndar.
Þótt slembival fengi ekki brautargengi í þetta sinn, kom á óvart hve furðu vel sú aðferð hafði reynst á einstökum stöðum.
Katrín leiðir sósíalista í Reykjavík suður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.