11.8.2021 | 06:52
Sérkennilegur málflutningur hjá stjórnarþingmanni.
"Þjóð þarf ekki óvini með svona leiðtoga," segir einn stjórnarþingmanna, Sigríður Andersen.
Ber að skilja þetta svo, að hún telji ríkisstjórnina verri en nokkur óvinur geti verið?
Svona orðbragð í garð eigin ríkisstjórnar hefur varla heyrst fyrr og hafa einhverjir þingmenn fyrr borið fram vantrausttillögu á ríkisstjórn af minna tilefni.
En að vísu er þingrof að skella á hvort eð er og Sigríður notar þessi stóryrði líklega til heimabrúks í kosningabaráttu, þar sem hún ætlar sér að höfða tið ákveðins markhóps kjósenda.
Þjóð þarf ekki óvini með svona leiðtoga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru kjósendur ekki búnir að hafna Sigríði í prófkjöri?
Halldór Jónsson, 11.8.2021 kl. 20:45
Ef ég man rétt verður hún ekki í kjöri, þannig að hún þarf að gera eitthvað myndarlegt á síðustu metrunum til að láta muna eftir sér. Svo gengur hún til liðs við Miðflokkinn.
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.8.2021 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.