Þrettánföldun sjókvíaeldis þjóðarnauðsyn?.

Fyrir innan við áratug var sett fram sú bráðnauðsynlega framtíðarsýn að tífalda skyldi sjókvíaeldi hér á landi. Nú berast fréttir af enn hraðari raunverulegum veldisvexti; þrettánföldun á örfáum árum, og upplýst er um raunverulegt erlent eignarhald á laxeldinu á sama tíma sem slíkt líðst ekki í þorskveiðum. . 

Ef einhver dirfist að efast um nauðsyn þessarar sprengingar er hann úthrópaður sem óvinur landsbyggðarinnar. Svarið við skuggalegum myndum af ástandinu í kvíunum er svarað með því að um aðeins eitt prósent laxanna sé að ræða, en 99 prósent séu í finasta lagi. 

Einnig fréttist af því að Danir séu hættir sjókvíaeldi og að landeldi sé alls staðar erlendis að taka við af sjókvíaeldi.  En þeir sem minnast á þetta fá líka á sig slæmt orð, því að íslenskar aðstæður séu þannig, að landeldið sé alveg ómögulegt hér og því sé enn hraðari margföldun sjókvíaeldisins þjóðarnauðsyn. 


mbl.is „Sýnir ógeðfellda hlið sjókvíaeldis á Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband