Hluti af smjörklípuaðferðinni: "Fjörtíu þúsund fífl."

Sameinuðu þjóðirnar hafa sinnt vel því hlutverki sínu að rannsaka sem best allt það sem máli skiptir um lifnaðarhætti jarðarbúa.  

Nýútkomin skýrsla á vegum samtakanna um loftslagsmál er til marks um þetta, þar sem leitað er til færustu finnanlegra vísindastofnana og vísindamanna heims til að aðgerðir séu byggðar á sem traustustum grunni. 

Skýrsla Unicef, sem Sþ gáfu út í dag um loftslagsmál, er enn einn liðurinn í þessu. 

En andófsmenn gegn öllum breytingum á lifnaðarháttum jarðarbúa reyna sem mest þeir mega að drepa umræðunni á dreif með öllum tiltækum ráðum. 

Í dag má sjá vitnað í 23 vísindamenn, sem sagt er að hafi meira vit á þessu en nemur öllum þeim fróðleik frá þúsundum manna í vísindasamfélaginu, sem gert hafa skýrslur fyrir Sþ.

Andófsmenn segja, að niðurstaða þessara 23ja manna sé að tilgangslaust sé að grípa til neinna ráða, því að sólin ráði öllu um hitastigið en mennirnir engu og eigi því ekki að breyta neinu. 

Það er holur hljómur í þessari röksemdafærslu, því að ef það er svo að sólin sjálf valdi hlýnunni og sú hlýnun sé staðreynd, er enn frekari ástæða til þess að menn geri eitthvað til að vinna á móti því.  

Sömu andófsmenn kölluðu og kalla enn helstu leiðtoga jarðar og aðra sem voru á ráðstefnunni stóru í París 2015 "fjörtíu þúsund fífl", sem viti ekkert í sinn haus en segja nú að 23 andfósmenn viti allt, er beint að svona smjörklípu og þar með frá þeirri óumdeilanlegu staðreynd, að núverandi orkulindir jarðarbúa ganga héðan í frá til þurrðar, svo að aðgerðir og orkuskipti eru óumflýjanleg. 

 


mbl.is Hamfarahlýnun stærsta ógn barna og ungmenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju er fjöldi alltaf betri en fáir? Það má nefna eina manneskju hana Judith Curry sem hefur skrifað 130 ritrýndar vísindagreinar og bækur um loftslagsmál. Hún hafnar því að CO2 og gerðir mannanna stjórni veðurfari á jörðinni.

Getur þú nefnt mér tvo íslenska vísindamenn sem hafa skrifað þrjár ritrýndar vísindagreinar þar sem sýnt er fram á að koltvísýringur og mennirnir stjórni veðurfari?

Páll Vilhjálmsson hefur vakið athygli á þessum virta vísindamanni sem má sjá í þessum hlekkjum:

https://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2245891/

https://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2265537/

 

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 20.8.2021 kl. 16:42

2 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Sæll Ómar. Ekki veit ég frekar en aðrir hvort hlýnun jarðar sé af sólvirkni eða gjörðum okkar, hef þó efasemdir að við höfum nokkuð um það að segja.

Það er talað um að sporna gegn hlýnun með því að gróðursetja tré moka í skurði og svo fram eftir götunum. Held persónulega að þetta geri lítið gagn og minnir mig helst á söguna um Don Kíkóti De La Manca.

Held að mengun okkar mannanna sé ósköp lítill hluti af heildarmyndinni, má þar t.d nefna eldgos og skógarelda.

Var á ferðalagi um Bandaríkin í sumar þar sem reykjarmistur hvíldi yfir öllum mið og vesturríkjunum vegna gróður elda. Sá ekki einu sinni toppana á Grand Teetons vegna reyks frá gróðureldum, svona hafði þetta víst verið svo vikum skipti.

Aftur á móti er ekkert að því að ganga vel um umhverfið, og reyna að minnka mengun eins og hægt er til að bæta loftgæði og stuðla að betri lífsgæðum.

Rafn Haraldur Sigurðsson, 20.8.2021 kl. 21:31

3 identicon

Sæll Ómar; sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar !

Hvar; voru reykspúandi verksmiðjurnar - bílar og skip, sem flugvjelar, þá Ísaldir komu og fóru, á fyrri öldum / sem og í Fornöld og á Miðöldum, fjölfræðingur góður ?

Hvernig í ósköpunum; stóð á rýrnun Vatnajökuls / Oksins, sem og annarra jökla hjerlendis og endurnýjun þeirra á fyrri tíð:: löngu fyrir Iðnbyltingu 18. aldar, sem annarra ámóta, til þessa dags ?

Ætti loftslags trúboðið (Al Gore söfnuðurinn) ekki að rukka Sólina fyrir hamfarirnar á henni / sem og iður jarðar, fyrir hin ótölulegu eldgos fyrri sem seinni tíma og í dag, Ómar minn ?

Og; hvernig ætli standi á brigðulli kuldatíðinni á Suðurskautslandinu, þessa dagana, t.d. ?

Með beztu kveðjum; engu að síður, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.8.2021 kl. 22:58

4 identicon

Sæll heiðursmaður

Fjöldi betri en fáir segir þú. Fyrri og seinni heimstyrjöld og svo framvegis. 

Tími til að læra af sögunni. 

En frábært innlegg og til umhugsunar. Ég tek undir orð forseta okkar þegar hann var spurður hvernig Ísland hann vildi sjá í framtíðinni. Hann svaraði: "Vonandi verðum við enn að rífast". 

Þannig fæst betri heimur. Freedom of speech.

Bestu kveðjur úr Þingeyjarsýslu.

Guðmundur (IP-tala skráð) 20.8.2021 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband