"Langt undir því sem reiknað var með"?

Þessi orð um notkun rafhleðslustöðva eru notuð í rökstuðningi Kærunefndar útboðsmála fyrir því að aðgengi að hleðslustöðvum séu ekki brýnir hagsmunir og því í góðu lagi að tugir hleðslustöðva, sem átti að opna um daginn, verði lokaðar. 

Þetta mat vekur samt spurningar, því að svo hröð og mikil er fjölgun rafbíla og tengiltvinnbíla að þessi ummæli sýnae ansi gamaldags sýn á það sem er að gerast, mun gerast og þarf að gerast.

Það sýnir stöðnun í hugsun að einblína aðeins á stöðu augnabliksins í stað þess að stuðla að framþróun, sem brýnir hagsmunir kalla á.  

Í því ljósi er úrskurður Kærunefndarinnar eins og blaut tuska framan í þá sem vilja stuðla að nútímalegum orkuskiptum á landinu. 

 


mbl.is Aðgengi að hleðslustöðvunum ekki brýnir hagsmunir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar verðlagið á hleðslustöðvunum úti á landi er svona út úr korti er ráð fyrir fólk að bíða með kaup á rafmagnsbílum þangað til að drægnin verður nægjanleg. 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 25.8.2021 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband