25.8.2021 | 17:40
Fjármál stóru félaganna skapa vanda .
Hjá mörgum af bestu knattspyrnufélögunum í bestu úrvalsdeildum fjölmennustu landanna hefur samdráttur í tekjum vegna COVID-19 valdið því að allra skærustu stjörnurnar eru orðnar of dýrar með þeim afleiðingum að allt of mikið fjármagn fer í þessar fáu en eftirsóttu stórstjörnur.
Þetta hefur komið fram á ýmsan hátt, svo sem í vandræðunum vegna Messi.
Hjá félagi þar sem ein stórstjarna er dýrari en samanlagður hópur af leikmönnum, verður annað hvort að selja stórstjörnuna eða til dæmis marga leikmenn.
Þegar svo margir leikmenn eru í boði getur myndast það ástand að enginn vilji kaupa þá, jafnvel þótt þeir séu góðir og vitað sé, að knattspyrna er fjöldaíþrótt þar sem alltaf þarf minnst ellefu menn inni á í einu.
En staðan getur á marga vegu, til dæmis þá, að sex miðjumenn, sex framherjar og sex varnarmenn séu til sölu hjá einu félagi og þar með komið offramboð á leikmönnum.
Arsenal vill losna við sex leikmenn til að kaupa einn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.