28.8.2021 | 23:16
Eftirlíking að Víetnam?
Lýsingarnar á því hvernig í ljós kom, að Talibanar höfðu í langan tíma undirbúið vandlega valdatöku sína, leiða hugann að lokum Víetnamstríðsins þar sem Norður-Vietnamar tóku sér góðan tíma í að ráða atburðarásinni. .
Þegar Bandaríkjamenn höfðu smám saman neyðst til að fjölga hermönnum sínum upp í rúmlega hálfa milljón árið 1968, fórnaði Lyndon B. Johnson forseti höndum í sjónvarpinu og guggnaði á því að bjóða sig fram annað kjörtímabil.
Richard Nixon lofaði því í kosningabaráttu sinni að leiða stríðið til lykta og notaði flest önnur ráð í bókinni önnur en beitingu kjarnorkuvopna til að ná því marki, meðal annars með því að varpa meira magni af sprengjum á Norður-Víetnam en samamlagt var varpað í Seinni heimsstyrjöldinni.
Framhaldið í Víetnam er kunnuglegt þegar það er skoðað og borið saman við Afganistan.
Langvinnar samningaviðræður sem samningamenn Norður-Víetnama og Bandaríkjanna fengið Nóbelsverðlaun fyrir á sama tíma sem sigur Kananna varð æ fjarlægari.
Loksins, 22 árum eftir að Frakkar töpuðu stríðinu, urðu endalok Víetnamstríðsins álíka snautleg og Afganistanstríðsins nú. Á þessum tíma voru fjórir Bandaríkjaforsetar við völd, rétt eins og að nú í lok stríðsins í Afganistan hafa verið fjórir forsetar við völd í Bandaríkjunum.
Hershöfðingjar vara við nýrri hryðjuverkaárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"The good news is the war is over. The bad news is that we lost." – Kissinger.
Bandaríkjamönnum í dag er sennilega slétt sama um hvort þeir unnu eða töpuðu í Afganistan þó þeir vilji áfram geta drepið þá sem þeir telja hryðjuverkamenn.
Í Víetnam voru margir draugahermenn sem voru áfram á launaskrá þó þeir væru látnir, særðir eða liðhlaupar. Líklega var sama gert í Afganistan enda yfirmennirnir í hernum fyrstir til að flýja með peningana líkt og forsetinn.
"They’ll believe any threat of force that Nixon makes because it’s Nixon." Þó svo Biden sé líka með kjarnorkuvopnahnappinn og öflugan her þá hræðist hann enginn og ekki eru þessar efnahagsþvinganir SÞ og ESB að skila neinu svo ef til vill erum við að sigla inn í nýja valdabaráttu þar sem farsíminn sem alls staðar er til taks hefur mest áhrif.
Grímur Kjartansson, 29.8.2021 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.