29.8.2021 | 18:34
Óviðjafnanlegur fugl í nærsýn.
Það er engin leið að lýsa tilfinningunni við það að íslenskur haförn, konungur fuglanna, fljúgi lágt yfir mann.
Þetta hefur komi tvívegis fyrir síðuhafa á ævinni, fyrst í Vattarfirði að sumarlagi 1959, og síðan fyrir 16 árum í Teigsskógi.
Í fyrra skiptið voru fimm ferðalangar sem stigu út úr bíl til að njóta einmuna veðurblíðu, sem örninn fór í lágflug eins og til að tékka á okkur, en í Teigsskógi kom örn í eftirlitsferð til að skoða eina manninn, sem var á göngu á öllu svæðinu.
Það er eitthvað svo óraunverulegt hvernig svona stórt flykki getur haldist á lofti, og einnig hve hann getur flogið hægt, en hann sýnist reyndar vegna stærðar sinnar fljúga hægar en eðlilegt er.
Vænglag arnarins er gerólíkt því sem er hjá fálkanum, vængir arnarins afar breiðir og með mikið flatarmál og gerðir fyrir að flug með þunga bráð, en vænglag og skrokklag fálkans miðast við hraða sem nýtist við að elta bráðina uppi, líkt og á orrustuflugvél, enda er förufálkinn (peregrin) hraðskreiðasta dýr jarðarinnar, nær 320 km/klst hraða.
Áratugum saman var tæpt hvort örninn myndi deyja út hér á landi, en með markvissum aðgerðum, meðal annars með því að minnka eitrun fyrir tófu.
Nú er örninn búinn að taka við sér og er það vel.
Þó kann ný hætta að vera á næsta leiti, því að í Noregi hafa ernir farist tugum saman með því að rekast á vindmyllur, á einum stað einir fimmtíu.
Norðmenn ku nú vera að breyta áformum sínum um vindmyllugarða og færa þá á haf út.
Gott ár hjá erninum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Látum okkur reynslu Norðmanna að kenningu verða!
Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 29.8.2021 kl. 20:24
Já, nema að þetta verði líkt og í sjókvíaeldinu að þeir fjárfesti í vindmyllugörðum á Íslandi.
Ómar Ragnarsson, 29.8.2021 kl. 21:12
Norðmenn eru einnig að gera tilraunir með að lita spaðana svo fuglar sjái
þá.
Vilmundur Kristjansson (IP-tala skráð) 29.8.2021 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.