8.9.2021 | 14:04
Flugskýli á Reykjavíkurflugvelli; spor í rétta átt.
Í Reykjavík eru þrenns konar samgöngumannvirki, sem eru nauðsynleg fyrir höfuðborg, sem vill ekki kafna undir nafni.
Mannvirki fyrir landsamgöngur, þar með taldar gangstéttir og stígar, bílastæði og bílskúrar, taka samtals um 50 prósent af borgarlandinu, höfnin og hafnarmannvirki um 12 prósent og flugvallarsvæðið er um 10 prósent.
Um þessi mannvirki ætti að gilda það að þau séu á sem tæknilega og rekstrarlega á besta stað.
Sundahöfnin er mjög nálægt miðju af því að það er besta hafnarstæðið. Engum dettur í hug að leggja höfnina niður og flytja hana til Njarðvíkur til þess reisa íbúðabyggð á núverandi hafnarstæði og nýta sér það að frá útlöndum er styttra að sigla til Njarðvíkur en Reykjavíkur.
Nú er Reykjavíkurflugvöllur á besta hugsanlega stað varðandi veðurfar og flugskilyrði og er þar að auki nauðsynlegur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Hins vegar hefur verið í gangi alveg einstök flugvallarfjandsamleg stefna um að leggja flugvöllinn niður og lengja allar flugleiðir innanlands um 170 kílómetra ferðaleið að meðaltali fram og aftur.
Loksins fæst nú eitthvað af viti gert á Reykjavíkurflugvelli, en auðvitað með því skilyrði að hægt verði að rífa flugskýlið niður eftir aðeins níu ár.
Borgin gefur grænt ljós á flugskýli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.