Rými fyrir hvern bíl í bílastæði er 12,5 fermetrar, en hvert hjól 2 fermetrar.

Japanir eru sú þjóð sem fyrst gerði sér grein fyrir því til fulls hvert virði var fólgið í því rými sem farartæki taka í umferðinni.

Fyrir um hálfri öld tók þeir upp miklar ívilnanir í gjöldum á þá bíla sem voru styttri en 3 metrar og mjórri en 1,3 metrar og voru þeir nefndir kei-bílar. 

Síðan 1999 hafa þessar tölur verið 3,40 metrar á lengd og 1,48 metrar á breidd. Slíkur bíll er álíka langur og Toyota Aygo, Citroen C-1 og Peugeot 108 eru. 

Þegar nútíma kei-bílar eins og Daihatsu Cuore eru skoðaðir kemur í ljós að innanrými fyrir fjóra fullorðna í þeim er eins mikið og í mörgum miklu stærri millistærðarbílum, en rýmið sem þessir kei-bílar taka á götum og bílastæðum er 5 fermetrar nettó á sama tíma og einn pallbíll á borð við Toyota Hi-lux þarf tvöfalt meira nettórými. 

Munurinn verður enn meira sláandi þegar bornir eru saman bílar og hjól. 

Bílastæði fyrir bíl er 12,5 fermetrar en hjól, t.d. léttbifhjól í flokki A1 ("vespa") þarf fimm sinnum minna rými. Rými kostar peninga á margan hátt, svo sem í malbiki bílastæða og gatna. 

Auðvelt væri að setja hvetjstandi löggjöf ívilnana fyrir farartæki sem miðast við það hve rúmfrek þau eru.  


mbl.is Stæði fyrir 550 bíla og 100 hjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Reglurnar um Kei-bílana eru mjög rúmar... eins írónískt og það hljómar.
Þeir þurfa bara að passa á svona stóran blett, og búið.
Þess vegna eru þeir fyrirbæri í Japan, en sambærileg fyrirbæri eru sjaldséð í Evrópu, sem þú þarf svona farartæki.

Það eru aðallega Ítalir sem eru með svona bíla, en þeir eru ekki eins góðir, ekki eins mikið úrval af þeim.

Stundum er þetta bara spurning um einfalt regluverk.

Hálvitar eiga oftast í miklum erfileikum með að útbúa einfalda hluti. 

Ásgrímur Hartmannsson, 10.9.2021 kl. 14:25

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ekki alveg rétt. Þeir mega ekki vera með stærra rúmtak véla en 660 cc og ekki fleiri hestöfl en 64. 

Ómar Ragnarsson, 10.9.2021 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband