10.9.2021 | 22:45
Óreiðan er verst í akstri á rafskútum.
Rafskútur hafa reynst þarfaþing hér á landi sem annars staðar, en sögur frá Noregi um óreiðukenndan akstur og notkun þeirra eiga því miður of margar samsvaranir hér.
Sumir aka þeim gersamlega án þess að virða hið minnsta eðlilegar umferðareglur, ljóslausir í myrkri og rökkri, hjálmlausir, jafnvel tveir til þrír á skútu og þeysandi þvers og kruss um gangstéttir og götur á móti rauðum umferðarljósum og öðrum umferðarmerkjum.
Af þeim sökum er oft sköpuð slysahætta þegar þessi hljóðlátu tæki birtast skyndilega eins og skrattinn úr sauðaleggnum og skjótast í veg fyrir aðra í umferðinni nánast hvar sem er og í hvaða átt sem er.
Þessi nýju samgöngutæki eru alltof nytsamleg til þess að vera meðhöndluð á þennan hátt með þeim afleiðingum, sem nú má sjá dæmi um í nágrannalöndunum, svo sem í Færeyjum og Noregi.
Læsa 15.000 rafhlaupahjólum í Ósló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.