Óreiðan er verst í akstri á rafskútum.

Rafskútur hafa reynst þarfaþing hér á landi sem annars staðar, en sögur frá Noregi um óreiðukenndan akstur og notkun þeirra eiga því miður of margar samsvaranir hér.rafskútur í Ósló

Sumir aka þeim gersamlega án þess að virða hið minnsta eðlilegar umferðareglur, ljóslausir í myrkri og rökkri, hjálmlausir, jafnvel tveir til þrír á skútu og þeysandi þvers og kruss um gangstéttir og götur á móti rauðum umferðarljósum og öðrum umferðarmerkjum.  

Af þeim sökum er oft sköpuð slysahætta þegar þessi hljóðlátu tæki birtast skyndilega eins og skrattinn úr sauðaleggnum og skjótast í veg fyrir aðra í umferðinni nánast hvar sem er og í hvaða átt sem er. 

Þessi nýju samgöngutæki eru alltof nytsamleg til þess að vera meðhöndluð á þennan hátt með þeim afleiðingum, sem nú má sjá dæmi um í nágrannalöndunum, svo sem í Færeyjum og Noregi. 


mbl.is Læsa 15.000 rafhlaupahjólum í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband