Óvæntur tímamóta heimsviðburður í beinni útsendingu um alla jörð.

11. september 2001 voru bandarísku sjónvavrpsstöðvarnar fljótar að koma á beinni útsendingu frá Manhattan í New York af heimsviðburði. Milljarðar manna gátu fylgst með honum í mörgum heimsálfum. 

Síðuhafi var staddur í Kaupmannahöfn þegar einn sonanna hringdi frá Íslandi þar sem hann horfði á vettvang árásarinnar á New York og á Amager var hægt að fara inn á veitingastað og horfa líka á. 

Hitt vissum við ekki að bróðir þess sem hringdi hafði átt pantað flug frá Boston en misst af vélinni. 

Nýr heimsveruleiki blasti við þar sem fjölskylda, stödd í þremur löndum, gat fylgst með sama viðburðinum, sem snerti alla. 

Ellefti september 2001 breytti heiminum og fyrir nokkrum dögum fór síðasti hermaðurinn, sem sendur var í stríð fyrir tuttugu árum, frá stríðsvettvangi í Afganistan eftir lengsta stríð, sem Bandarikin hafa háð og tapað.  


mbl.is Vendipunktur í veraldarsögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bandaríkin töpuðu ekkert stríðinu. Bandarískir skattborgarar nenntu þessu bara ekki lengur. Allt Trump að þakka!

Ragnar Þ. Þóroddsson (IP-tala skráð) 11.9.2021 kl. 11:11

2 identicon

Furðulegt að það skuli aldrei vera haldið minningu þeirra á lofti sem létust í árásunum á Hirósóma og Nagasaki í ágúst 1945. Samt er þetta mannskæðasta hryðjuverkaárás sögunnar þar sem 500000 manns létu lífið.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 11.9.2021 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband