12.9.2021 | 13:22
Möguleiki á tveimur eða fleiri eldgosum á sama almanaksárinu?
1875 gerðist það síðast hér á landi að það urðu tvö eldgos á sama almanaksárinu, í Öskju og Sveinagjá.
Nú er Hekla komin á tíma, Askja lyftist vegna kvikuinnskots og Grímsvötn gætu gosið.
Fjórir mánuðir eru eftir af almanaksárinu og því gætu enn orðið tvö, þrjú eða jafnvel enn fleiri gos á árinu.
Það myndi ríma við þá tilgátu vísindamanna að minnkun og létting jöklanna muni valda aukinni tíðni eldgosa. ´´
Eldgosið á fullu í alla nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eldgosið á Reykjanesi er líklegt til að vara lengi eins og fleiri dyngjugos. Trúi að gosið í Geldingardölum leiði til þess að síður gjósi við og á vesturhluta Vatnajökuls. Það ætti þó að vera til rannsóknir um tíðni gosa á hlýindaskeiðum langt aftur í tíma. Bráðnun jökla er ólíkleg til að hafa áhrif á fjölda eldgosa, þar er hreyfing jarðfleka mun áhrifameiri séð frá leikmanni. Eitt langt túristagos er nóg og ásættanlegt
Sigurður Antonsson, 12.9.2021 kl. 15:14
Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur var einn þeirra jarðfræðinga sem leiddu líkur að samhengi milli léttingar jökla og fjölgun eldgosa.
Þegar ísaldarjökullinn hvarf að mestu fyrir ellefu þúsund árum varð tíðni eldgosa á því svæði 30 sinnum meiri en áður. Þess vegna væri Ódáðahraun víðáttumesta hraunbreiða Íslands.
Ómar Ragnarsson, 12.9.2021 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.