"Þúsund megavött! Þúsund megavött! Þúsund megavött!!"

Gamalkunnugt ástand virðist vera að grípa um sig hér á landi varðandi stóriðjustefnuna svonefndu, sem fór með himinskautum í byrjun þessarar aldar, þegar einn talsmanna stórvirkjana á Norðausturlandi stóð upp á fundi um virkjanamál og öskraði, sótrauður í framan af æsingi: "Það er hægt að virkja þúsund megavött af gufuafli fyrir norðan, þúsund megavött! Þúsund megavött! ÞÚSUND MEGAVÖTT!!"

Niðurstaðan hefur orðið að virkja 90 megavött á Þeystareykjum og fresta Bjarnarflagsvirkjun, og sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar í vígsluræðu að tala megavatta væri ekki hærri, vegna þess að nú ætti að leitast við að reisa sjálfbæra virkjun með endurnýjanlegri orku. 

Og hvers vegna? Vegna þess að vitað er og viðurkennt í blaðagreinum forstjóra ÍSOR og Guðna Axelssonar til þess að gufuaflsvirkjanir séu sjálfbærar, þarf að fara afar varlega af stað, hafa virkjunina nógu litla innan öruggra marka í byrjun, og stækka ekki fyrr en orðið er öruggt að ekki sé um rányrkju að ræða. 

Það var ekki gert þegar Hellisheiðarvirkjun var reist og reist 303 megavatta virkjun í staðinn fyrir til dæmis 90 megavatta virkjun í byrjun eða enn minni. 

Fyrir bragðið hafa menn staðið frammi fyrir því að 300 megavatt virkjun var alltof stór og því fer gufuaflið þegar þverrandi. 

En nú er að myndast öflugur kór stóriðjufíkla sem krefjast upprisu stóriðjustefnunnar með byggingu eins margra álvera og tilsvarandi stórvirkjana og mögulegt er. 

Snarpasta sönginn söng Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi fyrir nokkrum dögum þegar hann hrópaði "þúsund megavött! Þúsund magavött!" ítrekað í sjónvarpsviðtali. Birtar voru með stórum stöfum á skjánum tölurnar "Kárahnjúkavirkjun 690 megavött. Hellisheiðarvirkjun 303 megavött. Og neðst 1000 megavött!"

Og þessu fylgt eftir með því að segja að krafan ætti að vera nýjar virkjanir upp á 1000 megavött.  

Það þýðir væntanlega að taka Grændal, Ölkelduháls/Bitruvirkjun úr verndarflokki og þekja þessi náttúruverðmæti Ölfushrepps með stöðvarhúsum, skiljuhúsum, gufuleiðslum, vegum og háspennulínum stóriðjustefnunni til dýrðar. 


mbl.is Íslenska orkan eftirsótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband