18.9.2021 | 08:53
Gamalkunnug skekkja og misvægi orðin föst.
Núverandi kjöördæma- og kosningafyrirkomulag hefur ekki ráðið við það hlutverk, sem því var ætlað, að tryggja jöfnuð í atkvæðavægi á milli flokka.
Hæsti þröskuldur í Evrópu er sannkallaður ranglætisþröskuldur þar sem heilu framboðið detta inn og út af þingi vegna örsveiflna.
Það er arfa óréttlátt að kjósandi sem býr við gangaenda Hvalfjarðarganga hafi hátt í þrisvar sinnum meira vægi atkvæðis en kjósandi, sem býr á Völlunum sunnan Hafnarfjarlægð í álíka akstursfjarlægð frá Austurvelli.
Það er þar að auki ekki boðlegt að sú staða geti komið upp að atkvæði fleiri kjósenda en nemur öllum kjósendum í Norðvesturkjördæmi detti "dauð" niður ef nokkur framboð, sem eru rétt neðan við 5 prósenta þröskuldinn, detta "dauð" niður.
Vinstri sveifla þegar vika er eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.