18.9.2021 | 16:49
Sjónvarpstæki geta víst líka sprungið.
"Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafmagni." Þannig hafa margar fréttir hljóðað síðan rafmagnið hélt innreið sína í líf nútímafólks.
Þegar sjónvarpstæki fóru að verða á hverju heimili kom að því að þau tækju upp á því að springa og valda brunatjóni.
Líklegt er að hver þau ný tæki, sem ganga fyrir rafmagni eða eldfimu efni, geti valdið bruna.
Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu marg ítrekar að hægt sé að minnka brunahættuna verulega af rafknúnum hlutum með því að hafa öll tengitæki í fullkomnu lagi og huga vel að því þegar þau eru í sambandi séu þau á skásta staðnum, sem til þess finnst.
Við það má bæta, að þegar verið er að hlaða tækin, sé það ekki látið taka meiri tíma en gefið er upp að nægi, og að þau séu helst ekki inni í íbúðum og helst í sjónfæri við fólk.
Varhugavert að hlaða rafmagnshlaupahjól í íbúðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var nú ekki óalgengt hér aður að sjá sjónvörp með fallegum dúk og blómsturpott til skrauts.
En eins og þú veist þá kveiknaði yfirleitt í sjónvörpunum eftir sunmarfrí RUV því rykið safnaðist þá fyrir í háspennukeflunum þann mánuð
Grímur Kjartansson, 18.9.2021 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.