Hlutföllin meira virði en stærðin.

Bandaríkjamenn eru tæplega þúsund sinnum fleiri en Íslendingar, 320 milljónir 2019, en Íslendingar 330 þúsund.

Af því leiðir að margt verður að skoða í því ljósi hér á Fróni. 650 þúsund Bandaríkjamenn hafa látist af völdum COVID-29, en það samsvarar því að um rúmlega 60 væru látnir hér á landi. 

Í Grímsey búa um 60 manns, eða um 5 þúsund sinnum færri en eyjan Ísland fóstrar. Af því leiðir að þegar eina kirkjan brennur í Grímsey samsvarar það hlutfallslega gagnvart Grímsey og Íslandi því að allar kirkjur Íslands brynnu. 


mbl.is „Ofboðslega mikið áfall“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist vera 10x skekkja í báðum reikningsdæmunum ...

SH (IP-tala skráð) 22.9.2021 kl. 10:32

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Kirkjur eru að verða úreltar, sífellt fækkar í Þjóðkirkjunni. Kannski réttara að byggja heiðin hof, eða bænahús fyrir múslima, eða hvað eina sem fólk vill frekar. 

 

Það er gríðarlegur harmleikur í Bandaríkjunum hversu margir hafa dáið úr Covid-19, og er ég viss um að það hefði mátt fækka dauðsföllum mikið. 

 

Eitt það versta í svona farsóttum er þegar panik vaknar, sjúkrahús yfirfyllast og lítið eða ekkert verður ráðið við ástandið. Smærri einingar eins og Ísland ættu líka að vera þannig uppbyggðar að á sem flestum stöðum séu öflug sjúkrahús, ef á þarf að halda.

 

Gleymdu ekki Svíþjóð, Ómar, sem hefur farið út á braut fjölmenningarsamfélags og kapítalisma, en reynir í orði að vera norrænt velferðarsamfélag. Það hefur ekki gengið vel hjá þeim, og meira mannfall í pestinni en hjá öðrum norðurlandaþjóðum.

 

Vegna kostnaðar sem sumir telja vegna innflytjenda hafa spítalar þeirra laskazt og innviðirnir, sem kemur út í niðurskurði og sparnaði á sjúkrahúsum, og kemur líka illa við innfædda Svía.

 

Það er vonandi að þeir vinstrimenn sem kannski setjast að völdum næst á Íslandi varist þetta.

Ingólfur Sigurðsson, 22.9.2021 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband