26.9.2021 | 11:11
Hvað sagði ekki Jónas Kristjánsson: "Fólkið fær það sem það kýs."
Jónas Kristjánsson heitinn nefndi það oft í skrifum sínum, að það stoðaði lítið fyrir fólk að kvarta og kveina yfir ráðamönnum þjóðarinnar, því að þessi sömu ráðamenn væru einmitt þeir frambjóðendur í kosningum, sem fólk hefði kosið.
Fyrir kosningarnar núna blastið það við allt kjörtímabilið í skoðanakönnunum, að enda þótt ríkisstjórnarflokkarnir hefðu ekki meirihlutastuðning, vildi tryggur meirihluti kjósenda tvennt: Hafa stjórnina samt áfram og að Katrín Jakobsdóttir væri forsætisráðherra.
Enginn veit með vissu hvort skoðanakannanirnar fjölmörgu voru réttar miðað við þann tíma, sem þær voru teknar á.
Það er alls ekki óhugsandi að Sósíalistaflokkurinn hafi toppað of snemma og tapað fylgi til Flokks fólksins sem boðaði enga rauða byltingu, heldur umbætur til hinna verst settu.
Líka er vel hugsanlegt að ísmeygilegar auglýsingar Framsóknarflokksins um að úrslitin réðust á miðjunni og best væir að kjósa bara Framsóknarflokkinn virkuðu á síðustu stundu á kjördegi.
Katrín hafði allan tímann yfirburða stöðu í skoðanakönnunum í hlutverki forsætisráðherra og hélt velli við annan mann í sínu kjörædæmi.
Nú liggja úrslitin fyrir og sýna, að ekki munaði miklu að Sjallar og Framsókn næðu meirihluta vegna þess að óréttlátur hár þröskuldur olli því að 4 prósent atkvæða Sósíalistaflokksins féllu "dauð niður".
Lokatölur á landsvísu: Ríkisstjórnin heldur velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þröskuldurinn mætti gjarnan vera hærri, t.d. 6%
Þórhallur Pálsson, 26.9.2021 kl. 20:53
Ósammála þessu. Hvergi í Evrópu hefur mönnum flogið það í hug að vera neitt nálægt því jafn grimman þröskuld og 6 prósent. Skoðanakannanir sýndu í margar vikur að þrjú framboð voru að berjast við að na 5 prósentum alveg fram undir það síðasta.
Ef þau hefðu öll lent fyrir neðan 6 prósent hefðu 18 prósent atkvæða fallið "dauð" niður og fleiri kjósendur verið sviptir þátttökuréttinum, álíka margir og í Reykjavíkurkjördæmi norður til samans.
Ómar Ragnarsson, 26.9.2021 kl. 21:17
Nú liggja úrslitin fyrir og sýna, að ekki munaði miklu að Sjallar og Framsókn næðu meirihluta vegna þess að óréttlátur hár þröskuldur olli því að 4 prósent atkvæða Sósíalistaflokksins féllu "dauð niður".
Þröskuldur er síst og hár til að varna þeim glundroða sem sýnir sig í hreinum fjáröflunarframboðum.
Halldór Jónsson, 27.9.2021 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.