4.10.2021 | 23:42
Ein undirliggjandi ástæða er "jeppa" æðið hjá sölumönnum.
Ein af undirliggjandi ástæðum stóraukiins utanvegaaksturs hefur nokkrum sinnum verið nefnd hér á síðunni, en hann er hin takmarkalitla eftirsókn að klína orðmyndinni "jepp" inn í skilgreiningar á bílum, sem sem heitunum "rafjeppi," "sportjeppi", "borgarjeppi".
Í reynsluakstri í blaði nýleg var kvartað yfir því hve erfitt væri að aka einum ofurjeppanum yfir lægstu hraðahindranirnar í borginni en ekkert hugað nánar að því í greininni hvernig ofurjeppi gæti átt í vandræðum af þessu tagi.
Líkleg ástæða gæti verið að undir þennan bíl hafi verið troðið 22 tommu "sport"felgum með "low-profile" lágum og flötum dekkjum til þess að bíllinn sýndist sem verklegastur og líklegur til stórræða í ófærum.
Niðurstaðan er þveröfug; á þessum lágu og flötu dekkjum verður svo stutt frá jörðu upp i felgukantinn, jafnvel tvær tommur, að þessi dekkjagerð er einhver sú versta til að hafa undir bílum nema á sléttu malbiki, þar sem þau gefa sportlega beygjueiginleika.
Eftir tengiltvinnbílar komu til sögu, margir skreyttir jeppaskilgreiningu, hefur ástandð versnað, því á mörgum þeirra er rafhlöðunum klínt undir botninn sem nýjum enn lægri punkti en á samsvarandi bíl án rafhlaðna.
Og það að reka niður þessar rafhlöður í frosnum krapa og hjólförum getur valdið milljóna tjóni.
Við gerð myndarinnar "Akstur í óbyggð" batt síðuhafi góðar vonir um að leiðbeiningalegt gildi hennar gæti laðað að sér styrki frá hátt á annað hundrað bílaleigum, sem sæu notagildi þátta af þessu tagi.
Niðurstaðan varð sú að engin bílaleiganna treysti sér til þess og var viðbáran sú að það væri hlutverk tryggingafélaganna að bæta slíkt tjón.
Aðeins eitt tryggingafélag treysti sér til þess með 300 þúsund króna styrk.
Síðan þá hefur ástandið í þessum málið farið versnandi vegna áunninnar vanþekkingar á eiginleikum æ fleiri "jeppa" sem veldur usla eins og viðtengd frétt á mbl.is bendir til.
Ein hinna fjölmörgu nýju tegunda rafbíla var meira að segja auglýstur sem "fyrsti rafjeppinn" þótt veghæðin væri aðeins 17 sm (12 sm fullhlaðinn), framendinn skagandi flatur langt fram og ekkert afturdrif að finna!
Tugir kílómetra af utanvegaakstri í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig væri það nú, að legga góða vegi um hálendið, svo að Íslendingar geti farið um landið, án þess að þurfa að bögglast um landið á "drulluvaðandi risajeppum".?
Tryggvi Helgason, 5.10.2021 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.