Ætti hann að fá lánað viðurnefni úr sögu Hauka?

Handboltaleikmenn á borð við Gísla Þorgeir Kristjánsson er alltaf vinsælir meðal áhorfenda, því að hraði þeirra, snerpa og leikni er sannkallað augnayndi. 

Einu sinni fyrir langalöngu átti Hafnafjarðarliðið Haukar svipaðan mann um stund, sem hét Stefán Jónsson og fékk viðurnefnið "tætarinn." 

Þetta var réttnefni, því að á góðum degi tætti Stefán varnir varnir mótherjanna í sig. 

Á þeim árum þurfti ævinlega að byrja að nýju á miðju með hvort liðið á sínum vallarhelmingi eftir hvert skorað mark og engin takmörk voru sett fyrir lengd sókna. 

Fyrir bragðið voru mun færri mörk skoruð í leikjum en nú er, en "tætarinn" hafnfirski komst samt í það að skora tíu mörk í leik og meira en helming marka síns liðs. 

Jóhann Ingi Gunnarsson í Val bjó, ef rétt er munað, yfir jafn miklum ef ekki einn meiri hraða þegar hann smellti sér á ofurhraða í gegnum varnirnar. 

Nú er bara að vona að Gísli Þorgeir komist án meiðsla í sitt fyrra form og jafnvel enn betra form. 

Þá gæti hann fengið gamla Hauka viðurnefnið að láni og orðið mesti "tætari" allra tíma. 


mbl.is Gísli Þorgeir er kominn aftur í handboltagírinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Maður vonar líka að Gísla takist að halda sig frá meiðslum
en í síðasta leik hans með landsliðinu þá átti maður alltaf von á að síendurtekin gegnumbrot hans í gegnum vörn andstæðinganna mundi enda með meiðslum
en hann hélt áfram og virtist þola hnjaskið
sem er vel

Grímur Kjartansson, 5.10.2021 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband