Það er keppikefli fyrir hóteleigendur að geta auglýst sem flestar stjörnur sem hótelin fá þegar þau eru metin af til þess bærum aðilum.
Það er ekki hlaupið að því að skarta fimm a, en sem dæmi hér á landi má nefna Grímsborgir Ólafs Laufdals, sem er einstaklega vel rekið og útbúið hótel.
En það eru til viðurkenningar af öðru tagi, svo sem þar sem lesendur tímarita eða viðskiptavinir af ýmsu tagi leggja mat á hótelin.
Á sínum tíma sagði Friðrik Pálsson eigandi Hótels Rangár mér það, þegar ég spurði hann af hverju hann sæktist ekki eftir fimm stjörnum, að hann teldi mikilvægara að eftir gistingu undruðust gestir það að stjörnurnar væru ekki fimm, heldur en að þeir hefðu aðeins gist á enn einu fimm stjörnu hótelinu.
Hvers kyns viðurkenningar, sem fást og vekja athygli geta verið ekki síður mikils virði fyrir hóteleigendur en fimm stjörnu medalían.
Þrjú íslensk hótel hljóta virt ferðaverðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að flest allir skoði og meti gististaði eftir verði og umsögn gesta um staðinn, Stjörnugjófin er arfur liðinnar tíðar þegar upplýsingar voru a pappirum. Internetið sýnir upplifun kúnnans i rauntíma.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 9.10.2021 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.