Einu sinni gilti bann við að nefna orðið dans í útvarpsauglýsingum í nokkur ár á sjötta áratug síðustu aldar.
Kveikjan að því var hvassyrt blaðagrein Helga Hjörvar útvarpsmanns þar sem birt var ófögur lýsing á sveitaballi á Skeiðum.
Þá höfðu verið gerð mörg lög og textar um tíðarandann, karla í krapinu eins og Gústa í Hruna; "það var karl sem að kunni að / kyssa, drekka og slást.." - og - "...enda sagði´hann það oft, það er ánægjan mín; / ástir, slagsmál og vín."
Merkilega lítil breyting virðist hafa orðið á þessu í skemmtanalífi hér á landi síðustu heila öld, og endalok hins hlægilega banns á notkun orðsins "dans" 1953 til 1957 breytti engu, ekki frekar en bannið sjálft hafði gert, enda var nóg að auglýsa nöfn hljómsveita og annarra sem komu fram.
Sérkennilegt er að veitingamenn skuli vera á móti því að "átök og slagsmál" séu sem mest; "eðlilega."
Ofbeldi fylgir skemmtanalífinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.