11.10.2021 | 00:18
Mjög langur listi flokkahlaupara.
Það er mjög fróðlegt að skoða sögu þeirra sem hafa skipt um flokka í íslenskri stjórnmálasögu.
Sá fyrsti "stóri" sem það gerði var líklega Tryggvi Þórhallsson, sem var forsætisráðherra fyrir minnihlutastjórn Framsóknarflokksins 1927 til 1930 en hrökklaðist úr flokknum og stofnaði Bændaflokkinn.
Hann bauð sig fram í Strandasýslu 1934, þar sem hann hafði verið þingmaður, en féll fyrir kornungum og næsta óþekktum frambjóðanda Framsóknarflokksins, Hermanni Jónassyn, sem myndaði fyrir bragðið "Stjórn hinna vinnandi stétta" með Alþýðuflokknum og sat á forsætisráðherrastóli allt til 1942.
Stjórnmálamenn í fremstu röð hafa hlaupið á milli flokka og stofnað nýja flokka sjálfir, svo sem Vilmundur Gylfason, Albert Guðmundsson og Jóhanna Sigurðardóttir sem síðar varð forsætisráðherra.
Víðast fór líklega Hannibal Valdimarsson sem byrjaði sem þingmaður Alþýðuflokksins eftir stríð, varð formaður skamma stund upp úr 1950, en gekk síðan úr flokknum ásamt mönnum í Málfundarfélagi jafnaðarmanna og stofnaði kosningabandalag með Sósíalistaflokknum undir heitinu Alþýðubandalagið sem fór í Vinstri stjórn 2956-1958.
Tíu árum síðar sprakk Alþýðubandalagið og Hannibal stofnaði Samtök frjálslyndra og vinstri manna, sem varð tii þess að fella Viðreisnarstjórnina í kosningum 1971 og komast í nýja vinstri stjórn með Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu 1971-2974.
Hannibal og Björn Jónsson gengu úr skaftinu 1974 en Magnús Torfi Ólafsson sat í ráðherrrastólnum fram yfir kosningar 1974.
u
y
Ekki víst að Birgi verði treyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enginn hefur sagt, mér vitanlega, að flokkahlaup séu sjaldgæf. Það er tímasetningin sem er sérkennileg.
Sæmundur Bjarnason, 11.10.2021 kl. 11:53
Það þarf að gefa sér góðan tíma til þess að rannsaka hvert og eitt, því að í sagnfræði verður ævinlega að gæta þess, í hvaða stöðu menn voru hverju sinni þegar ákvarðanirnar voru teknar og hvaða upplýsingar þeir höfðu þá.
Ómar Ragnarsson, 11.10.2021 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.