11.10.2021 | 15:33
Stjórnlagadómstóll Þýskalands var með þetta á hreinu.
Þegar Hæstiréttur Íslands úrskurðaði kosningar til Stjórnlagaþings ólöglegar í ársbyrjun 2011 var það útaf tíu framkvæmdaratriðum sem í raun voru formsatriði, svo sem ...
a) ...nota plast í stað krossviðs, ....
b) ... að hugsanleg gæti myndast örsnöggt sjónlína yfir öxl kjósanda á kjörstað, þar sem hann væri að raða tugum talna á alvega einstaklega ólæsilegan kjörseðil, því að frambjóðendur voru fleiri en fimm hundruð, sem sagt, einstakt örstutt tækifæri fyrir frambjóðendur til að fylgjast með leynilegri kosningu....
c) ... að vegna yfirgengilegs fjölda framboða, var ekki hægt að gefa frambjóðendum kost á að hafa umboðsmenn sína viðstadda.
Það vekur athygli að b og c vísa í gagnstæðar áttir, b að hægt væri örstutt að fylgjast með kosningu ... og c, að ekki væri hægt að fylgjast með framkvæmd kosningar.
Hæstiréttur gat ekki um nein gögn um það að sjónlínan fræga hefði skilað nokkru tilfelli þess efnis að það atriði hefði haft áhrif á úrslit kosninganna, og raunar nefndi rétturinn ekkert dæmi þess að neitt hinna fimm aðfinnsluatriða hefði haft nein áhrif á úrslit kosninganna.
Einn frambjóðenda í kosningunum vitnaði í dæmi frá Þýskalandi, þar sem stjórnlagadómstóll dæmdi kosningar gildar, þótt svipuð aðfinnsluatriði hefðu fundist og á Íslandi, og hefðu meira að segja verið við lýði í tugum kosninga og getað snert úrslit þeirra.
Dómstóllinn lét eðli máls ráða, að ógilda ekki stjórnarathafnir á borð við myndun ríkisstjórna langt aftur í tímann vegna formsatriða við framkvæmd kosninga.
Hinvegar var framkvæmdaaðilum kosninga gert að lagfæra aðfinnsluatriðin innan ákveðins frests.
Bæði í stjórnlagaþingsmálinu 2011 hér heima og málinu í NV-kjördæmi núna eru meginatriðin ljós:
Við rannsókn fannst ástæðan fyrir mistalningu í NV-kjördæmi, sem var innsláttarvilla, og með því að leiðrétta hana var komin rétt niðurstaða.
Engin merki hafa fundist um að aðstæður hafi verið þannig að skortur á innsigli kjörkassa hafi haft nokkur áhrif á úrslit talningarinnar.
Í stjórnlagaþingsmálinu fannst engin ástæða til að ætla að úrslit kosningarinnar hefðu verði röng. Þrátt fyrir leit finnst engin hliðstæða á Vesturlöndum um hliðstæðu þess úrskurðar að ógilda úrslit kosninganna á formsatriðum, sem engin sannanleg áhrif höfðu á kosningaúrslitin.
Ágallar í NV leiði ekki til kosninga á landsvísu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Plast eða krossviður skipti engu máli, heldur að plastkassarnir voru gegnsæir og kosningaleynd því ekki fyllilega tryggð. Samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu verða kosningar að vera leynilegar.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.10.2021 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.