Yrði áframhaldandi stjórn nokkuð betri en sú, sem nú er?

Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð þóttu það heldur betur tíðindi að svo ólíkir flokkar með jafn ólíkar stefnur, hagsmuni og áherslur gætu starfað saman í ríkisstjórn í heilt kjörtímabil.  

Svo fór að vísu, að stjórnin sat út kjörtímabilið, en spurningin er að hve miklu leyti það var því að þakka, að risavaxið mál í formi farsóttar riðlaði öllu jafnvægi í þeim tíma og starfsemi, sem önnur viðfangsefni fengu. 

Og þar að auki voru það ansi mörg grundvallarmál, sem strönduðu og hafa ekki verið leyst enn. 

Ef það verður engu að síður niðurstaðan að stjórnarsamstarfið verði endurnýjað er það stór spurning hvort áframhaldandi þrátefli á of mörgum sviðum muni geta orðið til þess að höggva í það mikla fylgi, sem stjórnin ein og sér hefur notið síðustu fjögur ár. 


mbl.is „Íslensk óþolinmæði“ eftir stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ertu ekki sammála mér um að öll  svona mál myndu leysast sjálfkrafa

með því að taka upp

 

 

 

 

FORSETAÞINGRÆÐI hér á landi(eins og er í frakklandi)

 

 

 

 

 

 

Þannig að FORSETI ÍSLANDS þyrfti sjálfur að leggja af stað

 

 

með stefnurnar í stóru málunum

 

 

og þó að það þyrfti að kjósa slíkan mann 

 

 

í tveimur kosninga-umferðum

 

 

þannig að viðkomandi hefði allavega 51%

 

 

kosningamannbærra á bak við sig

 

 

og þannig löglegt umboð til að sigla á RÍKISSKÚTUNNI

 

 

seglum þöndum réttu leiðina inn í framtíðina.

 

 

 

 

 

Slíkt gæti verið skárri kostur

 

 

heldur en þær marg-flokka-flækjur sem að blasa við okkur í dag.

 

 

 

 

 

Eðlilegt ástand er að fjöldinn 

 

 

FLYKKIST UM ÞANN LEIÐTOGA 

 

 

sem að er með BESTU STEFNUNA INN Í FRAMTÍÐINA

 

 

og þannig myndu yfirlýsingar, völd, ábyrgð og fjárhagsáætlanir haldast betur í hendur

 

 

heldur en í því marg-flokka-flækju-kerfi

 

 

sem að nú er í stjórnkerfinu:

Jón Þórhallsson, 24.10.2021 kl. 13:51

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þegar litið er til hvað aðrir valkostir eru í boði þá er þetta frábær ríkisstjórn

Grímur Kjartansson, 24.10.2021 kl. 18:02

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í starfi stjórnlagaráðs varð niðurstaðan það raunsæislega mat, að umskipti yfir í forsetaræði myndu hafa slíka umbyltingu í för með sér að hún myndi ekki geta gengið í gegn. Tugir lýðræðisríkja búa við ágætis stjórnarfar án þess að fara út í slíka kollsteypu og vænlegast væri að laga helstu vankantana á núverandi þingræði og nýta það sem best hefði reynst erlendis. 

Þrátt fyrir þessar varfærnislegu umbætur hófu valdaöflin hér á landi mikinn og ranglátan áróður um það að þessi stjórnarskrá fæli í sér alltof miklar breytingar. 

Ómar Ragnarsson, 24.10.2021 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband