Hvað um fyrri kosningar?

Fljótlega þegar talningarmálið í Borgarnesi kom upp, var greint frá því, að fyrirkomulagið, sem notað hefði verið, væri ekki nýtt, heldur hefði fyrr á tíð tíðkast að innsigla ekki kjörkassana, heldur geyma þá þannig eftir, að þeir væru ekki innsiglaðir. 

Það vekur upp spurninguna um það hve trúverðug niðurstaða kosninga í þessu kjördæmi hafi verið undanfarnar kosningar. 

Augljóst er, að þarflaust og gagnslaust er að vera eitthvað að fara ofan í saumana á því; þeir sem þá voru úrskurðaðir sem réttilega kosnir þingmenn verða ekki sviptir þingferli sínum eftir á. 

Á eitthvað svipaðan hátt ætti að koma til greina nú, ef ekki verður uppkosning. Einhvers konar Salómonsdómur. 


mbl.is „Ekki hugmynd“ um hvenær nefndin skilar niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband