27.10.2021 | 22:41
Allt mun velta á réttri greiningu þess, sem hefur gerst 2015 til 2021.
Slakur árangur hinna fjölm0rgu ráðstefna um umhverfismál heimsins allt frá Ríó fyrir þremur áratugum sýnir, að lítið muni þokast framundan ef hvort tveggja fer saman, að undirstaða þess, sem ætlunin er að gera er stórgölluð og að þar með muni gilda lögmálið "garbage in - garbabe out " ef inn er sett ónýtt rusl, verður útkoman líka rusl.
Vegna þess að hver þjóð um sig reynir að laga bókhaldið hjá sér í þá átt að sleppa sem billegast sjálf, er mikil hætta á því að í heildina verði bókhaldið og aðgerðir ómarkvisst klór.
Vegna hinnar takmarkalitlu efstirsóknar eftir hagvexti, helst í veldisvexti, nun fyrirsjáanlega nást lítill árangur, nema grunnhugsuninni og gildunum sé gerbraytt og aðgerðunum beint að því sem raunverulega getur orðið grunnur að umskiptum í meðferð jarðarbúa á plánetu sinni.
Fyrsti uppgjörstími Parísarsamkomulagsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Afglapavæðing núaldar er sennilega
eitthvert furðulegasta fyrirbrigði
mannkynssögunnar.
Mætti ég þá heldur biðja um hreinræktaðan Kommúnisma
með dialectic og trú á sæluríkið, - Guðlausan guð og meira stuð!
Húsari. (IP-tala skráð) 28.10.2021 kl. 03:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.