Virkjun Dettifoss var til á teikniborðinu í mörg ár, alveg þar til nýlega.

Einar Benediktsson þótti stundum torræður og ljóð hans um Dettifoss er eitt dæmi um það. 

Í því virðist skáldið sveiflast úr einni ljoðlínunni í aðra úr því að hallast að þvi að leyfa þessum aflmesta fossi Evrópu að njóta sín ósnortinn yfir í það að virkja þetta miila afl. 

Í LSD, Lang Stærsta Draumnum, var virkjun Jökulsár á Fjöllum á dagskrá á þann hátt að sökkva Arnardal og jafnvel Krepputungu líka og leiða vatnið í jarðgöngum alla leiðina austur í Fljótsdal. 

Þessi gríðarlega stóra virkjun gat orðið allt að 1500 megavött og menn dreymdi um 750 þúsund tonna álver á Reyðarfirði. 

Þótt farið væri í Kárahnjúkavirkjun lá á borðinu, að hægt yrði að bæta Jökulsá á Fjöllum við hvenær sem væri. 

Í fyrsta áfanga rammaáætlunar 2003 að tvær vatnsaflsvirkjanir á Íslandi hefði langverst neikvæð og óafturkræf umhverfisáhrif í för með sér, Kárahnjúkavirkjun og virkjun Jökulsár á Fjöllum. 

Samt var haldið áfram að gæla við að klára þær báðar. Ein hugmyndin var sú, að virkja helming vatns Dettifoss þannig að hann hyrfi á veturna og rynni aðeins hálfur á aðal ferðamannatímanum að sumarlagi. 

Var gerð könnun meðal ferðamanna eitt sumarið, þegar langt kuldakast tók helming aflsins af fossinum, og varð niðurstaðan sú, að langflestir héldu að fossinn væri ekki stærri en þetta og "kvörtuðu ekki."   

Síðasta útfærslan af virkjuninni fólst í því að sleppa því að sökkva Arnardal og hafa aðeins "litla" stíflu í ánni í Krepputungu.  

Þar yrði smá tjörn, sem héti Helmingur, gerð að inntakslóni og virkjuninni gefið heitið Helmingsvirkjun, þannig að meirihluti ferðamanna fattaði ekki að í raun væri verið að virkja Dettifoss. 

Þegar nánar var að gætt var "litla" stíflan raunar sjö kílómetra löng. 

Svona nafngift er orðin að reglu frekar en undantekningu hjá virkjanamönnum, svo sem virkjun efri hluta Þjórsár, en heitir ekki réttnefninu Þjórsárfossavirkjun, heldur nefnist hugmyndin Kjalölduvirkjun, og hét þar áður Norðlingaölduvirkjun!  

Þegar útlínur Vatnajökulsþjóðgarðs voru dregnar, var hugsunin sú að Helmingsvirkjun yrði utan þjóðgarðsmarka. 

Fyrir mistök var línan hins vegar dregin þannig að virkjunin lenti innan marka, og vonsviknir virkjanamenn stóðu því frammi fyrir því fyrir aðeins nokkrum árum, að ráðast inn í þjóðgarðinn ef virkja ætti.  

 


mbl.is Bandarískir jarðfræðingar þurftu frá að hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband