4.11.2021 | 09:42
Sorgarsaga hins mikla lands og þjóðar.
Eþíópía er stórt land, tvöfalt stærra en Frakkland, með 100 milljóna manna þjóð, sem á sér afar merka sögu langt aftur í aldir og er nú jafn fjölmenn og Frakkar og Bretar samanlagt.
Eþíópía gerðist kristin mörgum öldum á undan Íslendingum og svonefnd Koptatrú stendur þeim enn mjög nærri tengd tengslum við Salómon konung.
1935 gerði hinn ítalski Mussolini innrás í landið og steypti Haile Selassi keisara Eþíópíu af stóli.
Mussolini hóf ýmsar framkvæmdir í landinu, meðal annars gerð mikils þjóðvegar til suðurs og austurs frá höfuðborginni.
Núna er vegurinn að mestu veðraður burtu en þjóðleiðin farin á jeppum eftir rúst hanseða meðfram honum.
Eftir heimsstyrjöldina var keisaranum aftur komið til valda, en síðar var honum steypt í kommúniskri byltingu.
Keisarinn hafði verið harðstjóri en kommarnir reyndust engu skárri og misstu síðar völdin.
Við tók stjórn ráðamanna, sem vinguðust við Bandaríkjamenn og fengu þá meira að segja til að gera loftárás á sjóræningja og múslimska hryðjuverkamenn, sem réðu ríkjum í nágrannaríkinu Sómalíu.
Bandaríkjamenn aðstoðuðu við fyrirhugaða flugvæðingu landsins með Ethiópian Airlines sem flaggskip, en þegar síðuhafi fór tvísvegis um landið akandi og fljúgandi 2003 og 2006, var hægt að telja flugvélar landsmanna á fingrum handa sinna, því að valdstjórnin lét flottan flugvöll og flugstöð í Arba Minch grotna niður í flugbanni, sem komið var á innanlands til að viðhalda alræðisvaldi stjórnarinnar.
Allan tímann vingaðist hún þó við Bandaríkjamenn og hélt uppi millilandaflugi þjóðarflugfélagins.
Það var spánný Boeing 737 MAX þota félagsins, sem var önnur tveggja þotna af þeirri gerð sem fórst skömmu eftir flugtak til suðurs frá Addis Ababa fyrir þremur árum.
Áratugum saman hafa stjórnvöld landsins notað yfirlýst hernaðarástand vegna átaka við Eritreumenn sem skálkaskjól fyrir raunverulegt alræði í landinu.
Og síendurtekin hungursneyð leikur landsmenn hvað eftir annað grátt.
Landið er ríkt af jarðvarmaafli og fleiri aðlindum, en fátæktin er svo mikil, að þjóðarframleiðslan er lítið meiri en hjá okkur Íslendingum, þótt í Eþíópíu búi 300 sinnum fleira fólk við hörmuleg kjör.
Nú er ríkisstjórninni ógnað af uppreisnarmönnum í norðanverðu landinu, en af fregnum af þeim hernaði má ráða, að áframhaldandi ógnarstjórn verði áfram hlutskipti þessarar merku og miklu þjóðar, sem býr yfir svo glæstri sögu fornaldar.
Þrír Íslendingar staddir í Eþíópíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.