9.11.2021 | 07:49
"Eftirlíking er einlægasta form hróss"?
Hernaðarsagan, já saga framleiðslu og þróunar er full af dæmum um það sem forðum var reynt aðð orða með titilorðum þessa bloggpistils.
Á árum Kalda stríðsins sáu njónsadeildir stórveldanna um það að fylgjast með því besta, sem mótherjinn var að gera og nýta sér það.
Það blasti til dæmis við öllum, sem það vildu sjá, hve keimlíkar nýju hljóðfráu farþegaþotur Vestuveldanna og Sovétmanna voru, Corcorde og TU-144.
Var sú síðarnefnda uppnefnd Concordski af þessum sökum.
Hitler dáðist mjög að og öfundaði Breta af heimsveldinu og hinum gríðar sterka flota þeirra.
Til að halda friðinn á því sviði gerði hann flotasamning við Breta 1935 þar sem Bretar fengu að viðhalda yfirburðum sínum í fjölda herskipta af ýmsum stærðum og gerðum.
Í staðinn nýttu Þjóðverjar ekki aðeins reynslu sína úr Fyrri heimsstyrjöldinni til að að smíða endurbætt herskip, heldur fylgdust grannt með því besta sem apa nátti eftir hjá Bretum, og síðast en ekki síst, vað svindla eftir föngum á ýmsum atriðum varðandi stærð skipanna, sem komið gæti sér vel í komandi ófriði ef hann brysti á.
Afreksturinn varð flokkur orrustubeitiskipa á borð við Prins Eugen, Shernhorst og Greisenau og Admiralskipanna svonefndu, sem reyndust skæð þegar út í stríðið var komið, þótt flotasamningurinn takmarkaði fallbyssustærð.
Ekki má svo gleyma lang öflugustu orrustudrekum Þjóðverja, Bismarck og Tirpitz, sem urðu slík ógn, að Bretar gerðu út stanslausa leiðangra til að granda Tirpitz lungann úr stríðinu.
Smíða eftirlíkingar af bandarískum herskipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.