Ekki batnar það.

Í heila öld fullveldis hefur ýmislegt gerst í kosningum til Alþingis og á ferli þingmanna, sem hefur raskað kjörum þings og stjórnvalda. Meðan flest kjördæmi voru einmeningskjördæmi kom fyrir þingmenn létust meðan þeir gengdu þingsetu, og þurfti að halda aukakosningu í kjördæminu. 

Síðuhafi er orðinn nógu gamall til þess að muna eftir kosningu í Vestur-Ísafjarðarsýlu af þessu tagi. 

Það olli ekki vandræðum, því að valdahlutföll á þingi breyttust ekki. 

Þetta tiltölulega góða ástand breyttist ekki, en þessa dagana kemur í ljós talningarmálið í Borgarnesi og nú líka á Ísafirði, sem er eins víðsfjarri öðrum kosningum til þings og hugsast getur. 

Ef kosið verður að nýju í Norðvesturkjördæmi er svo að sjá, að það geti riðlað á annan tug þingmanna.  

Nú er heitið "talningarmálið í Borgarnes" orðið úrelt og verður að bæta Ísafirði við. Ekki batnar það.  


mbl.is Reikningsskekkja á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott er að eiga góða hirði,

gráum lífs í svelgi,

botninn er suður í Borgarfirði,

Birgir, Eiríkur, Helgi! surprised

Þjóðólfur á Bakka (IP-tala skráð) 9.11.2021 kl. 21:32

2 identicon

Endurtalningin breytti ekki þingmannatölu flokkanna. Þetta er í raun og veru spurning um það hver frambjóðenda flokksins var kjörinn.

Mætti ekki leysa þetta klúður með því að kjörnir þingmenn, samkv. seinni talningu, "tækju sér frí" og eftirlétu þingsætið "ástkærum flokkssystkinum", sem töldust vera kjörin við fyrri talningu, hluta kjörtímabilsins? 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 9.11.2021 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband