11.11.2021 | 06:58
Einnig mætti taka upp sanngirniskerfi varðandi opinber gjöld af farartækjum.
Sú var tíðin að eigendum dísilknúinna bíla gafst kostur á að kaupa dísilolíu án ákveðinna bifreiðagjalda á bíla sína, en í staðinn færðu þeir akstursdagbók og voru rukkaðir um gjöldin eftir á í hlutfalli við ekna kílómetra.
Við orkuskiptin nú geta aðstæður verið þannig hjá mörgum, að það væri hentugt fyrir þá að kaupa ódýran lítinn rafbíl sem reynslan í Noregi sýnir, að verður oft bíll númer eitt til daglegs snatts.
Kaupin og notkun slíks bíls liður hins vegar fyrir það, að missa við það möguleika á að aka utan bæjar þegar svo ber undir, nema að eiga til þess sérstakan bíl, sem er oft ekið sáralítiið en borguð af há opinber gjöld.
Athyga má, hvort kerfi, hliðstætt akstursbókunum forðum, væri hæagt að taka upp, þannig að opinber gjöld af akstri slíkra bíla yrðu greidd í samræmi við ekna vegalengd.
Nútíma tækni gerir mðgulegt að nota innsigluð mælitæki til að ákvarða sanngjörn gjöld af slíkum bílum miðað við not þeirra á götum, vegum og bílastæðum.
Síðuhafi hefur á síðustu árum breytt um samgöngutæki á þann hátt að nota rafreiðhjól, rafknúið léttbifhjól og tveggja sæta örsmáan rafbíl sem aðal farartæki, en einnig haft til inngripa gamlan, léttan jöklabreyttan dísiljeppa (Grand Vitara dísil á 35 tommu dekkjum) til nota við viðfangsefni úti á landi í byggð og óbyggð og bensínknúið léttbifhjól til lengri ferða á þjóðvegakerfinu.
Þessum bíl hefur að meðaltali verið ekið nokkur hundruð kílómetra á ári, en hins vegar borguð af honum margföld gjöld, miðað við ekna kílómetra.
Svipað er að segja um bensínknúna léttbifhjólið sem er þrefalt sparneytnara en sparneytnustu bíla, að akstur þess er að meðaltali nokkur hundruð kílómetrar á ári, en opinber gjöld og tryggingar í engu samræmi við ekna kílómetra.
Leigubílarnir rafvæðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Varðandi rafbíla og marga af nýrri bílum ætti ekki að vera vandkvæðum bundið að lesa ekna kílómetra úr tölvu bílanna. Erfiðara er með eldri bíla, en þó var tæknin orðin það góð fyrir hálfri öld að díselbílar voru með sérstaka mæla sem lesið var af og greidd gjöld út frá þeim aflestri. Fyrst var þessi búnaður tengdur hraðamæli bílsins en síðar settur aflesari á naf eins af fjórum hjólum hans. Kannski er kominn tími til að dusta rykið af þessari gömlu tækni.
Gunnar Heiðarsson, 11.11.2021 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.