Dagur íslenskrar tungu "að kópa við" tóma daga með enskum nöfnum.

Í nóvember er Dagur íslenskrar tungu hinn 16 dag mánaðarins, en hann verður sífeltt einmanalegri í skugga þeirra mörgu daga sem Íslendingar hafa tekið upp í þessum mánuði, bera ensk nöfn og eru þar að auki helgaðir atburðum í Bandaríkjunum, sem hafa nákvæmlega engin tengsl eða skírskotun fyrir okkar þjóð. 

Nú er "Singles day" 11. nóvember að bætast við þessa romsu, sem kemur seinna í mánuðinum; Thanksgiving Day, Black Friday og Cyber Monday. Í kvöld mátti í knattspyrnulýsingu í sjónvarpi heyra enskuna ylhýru, sem minnst var á hér á síðunni fyrir nokkrum dögum, og var í kvöld bætt við enn einu enska nýyrðinu; "...að kópa við...", væntanlega vegna þess hvað það er púkalegt að segja "að ráða fram úr..." eða "...takast á við..." og nauðsynlegt að hafa íslenskt málfar á "hærra leveli."

Það styttist kannski í  "Memorial Day of Icelancic language."? 


mbl.is Ellefti nóvember er ekki bara „single´s day“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband