20.11.2021 | 10:25
Er byssan og notkun hennar heppileg sem eins konar þjóðartákn BNA?
Gildi og mikilfengleiki og alhliða notkun byssunnar er sérstaklega stjónarskrárvarin í Bandaríkjunum.
Upphaflega var þetta ákvæði sett til að réttlæta almenna byssueign í landnemaþjóðfélagi, þar sem veiðar og vörn manna gegn villidýrum og frumbyggjunum, sem hvítir aðkomumenn voru í óða önn að taka landið af var hluti af, voru sjálfsagt réttindamál.
Nú eru hins vegar aðrir tímar og spurning hvort mesta byggueign, drápstíðni og fjöldi skotins fólks meðal þjóða sé heppilegt fyrirbæri sem eins konar þjóðartákn Bandaríkjanna.
Biden reiður yfir sýknu byssumannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vanþekking og þreyttar vinstrikreddur. Almenn byssueign hefur ekkert með "veiðar og vörn manna gegn villidýrum og frumbyggjunum" að gera. Bandaríkin byggja á samfélagssáttmála (sbr. Locke) þar sem réttindi borgaranna hafa ekki verið framseld ríkinu í jafn ríkum mæli og gerist í Evrópu. Þar á meðal er rétturinn til að bera vopn, sem undirbyggir getu fólks til að verja önnur borgaraleg réttindi gagnvart ofurvaldi ríksins. Þegar litið er til þess hversu ríkisvaldið hefur ríka tilhneigingu til að misbeita valdi sínu, ekki síst undanfarið, er almenn byssueign þvert á móti skynsamleg ráðstöfun.
Matthías (IP-tala skráð) 20.11.2021 kl. 11:48
Svolítið þungbær ráðstöfun og uppskera í staðinn margfalt meiri byssumorð en í sambærilegum löndum eins og Kanada.
Ómar Ragnarsson, 20.11.2021 kl. 13:57
"Upphaflega var þetta ákvæði sett til að réttlæta almenna byssueign í landnemaþjóðfélagi, þar sem veiðar og vörn manna gegn villidýrum og frumbyggjunum, sem hvítir aðkomumenn voru í óða önn að taka landið af var hluti af, voru sjálfsagt réttindamál."
Hvar heyrðir þú það?
Þetta er allt rugl, lið fyrir lið, eins og hinn ágæti maður Mattías hér að ofan bendir réttilega á.
"Nú eru hins vegar aðrir tímar og spurning hvort mesta byggueign, drápstíðni og fjöldi skotins fólks meðal þjóða sé heppilegt fyrirbæri sem eins konar þjóðartákn Bandaríkjanna. "
Aftur, i hvaða hliðar-veruleika gerðist þetta?
Komdu inn í raunvruleikann. Skoðaðu hann í staðinn. Hann er öðruvís en þeir órar sem þú ert hér að bera á borð.
Ásgrímur Hartmannsson, 20.11.2021 kl. 14:06
Matthías hefur rétt fyrir sér. Þetta ákvæðier einmitt hugsað sem vörn gegn harðstjórn stjórnvalda. Morðtíðnin er svipuð eða meiri í mörgu öðrum löndum. Brasilía, Suður-Afríka, Mið-Ameríka eins og hún leggur sig, Mexíkó og Filppseyjar....ég nenni ekki að telja upp fleiri lönd. Byssueign á 18. öld var ekki bundin bara við Ameríku heldur almennur réttur einstaklinga um allan heim og fram á þennan dag.Yfirgangur stjórnvalda hefur tekið þennan rétt af mönnum að einhverju leyti.
Birgir Loftsson, 20.11.2021 kl. 15:57
Þetta er þvæla Ómar og þú ert ekki nógu vitlaus til að vita það ekki.
Af hverju lýgur þú að lesendum þínum ?
Guðmundur Jónsson, 20.11.2021 kl. 16:24
Er hér í alvöru verið að bera USA saman við lönd latnesku Ameríku? Ekki er markið sett hátt. Og almenningur þurfi að vopnvæðast gegn eigin yfirvöldum, þetta er uppskryft að brotnu samfélagi. Af hverju ekki að heimila almenna eign gjöreyðingavopna?
Bjarni (IP-tala skráð) 20.11.2021 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.