Er gamli lykillinn ennþá skástur? "Tölvustýrt "Dekkjaþrýstingseftirlitsstjórnkerfi.""

Hröð framsókn hvers kyns sjálfvirkni og tölvustýrðra lausna er á æ fleiri sviðum. 

En oft hvarflar hugurinn samt að orðum Henry Fords, að það sem er ekki í bílnum bilar aldrei. 

Fyrsta dæmið þegar til dæmis sest inn í bíl, er að opna hann og starta honum í gang / tengja rafaflið. 

En nýjasta dæmið hjá Tesla á sér margar hliðstæður varðandi það að bílar læsi sér sjálfir án þess að menn fái neitt við það ráðið.  

Þekki dæmi um hjón á splunkunýjum bíl, sem hrekkti þau þannig þar sem þau voru á ferðalagi að læsa sér, og eyðilagði það hálfan dag í ferðalaginu og olli miklum vandræðum. DSC09859

Meðfylgjandi mynd á að sýna handbók fyrir þriggja ára gamlan bíl í stærðarflokki Yaris, þar sem handbókin hefur bólgnað út í samræmi við allt tölvudótið, sem komið er í bílinn frá því sem áður var. 

Talinn er mikill kostur að ekki þurfi neinn lykil til að opna bílinn og setja hann í gang, en setja má spurningarmerki við það. 

Fyrir um áratug settu BMW verksmiðjurnar í framleiðslu BMW 5, sem fram að því hafði verið talinn í allri fremstu röð bíla, sem stundum eru kallaðir forstjórabílar. DSC09860

Bíllinn hafði fram að því fengið fimm stjörnur hjá bílablaðamönnum í Evrópu, en nú brá svo við að þeir voru sammála um það að hann verðskuldaði varla nema þrjár. 

Ástæðan var sú að tölvunördarnir, sem valda einhverjum mestum usla í allri framleiðslu rafeinda- og tölvgeirans, höfðu rétt eina ferðina enn gert akstur bílsins nær óframkvæmanlegan fyrir forstjórana vegna þess að hvaðeina í bílnum var svo flókið, að það þurfti að fara á námskeið í nokkra daga til þess að finna út hvernig ætti að nota allan þennan flókna tölvubúnað. 

Venjulegur meðalmaður, sem ætlaði að fara í fyrsta sinn á bílnum, komst ekki af stað, því að engin leið var að finna út til dæmis, hvernig miðstöðin og útvarpið virkuðu!  

Í bílnum, sem handbókin hér á síðunni fjallar um, er hvergi hægt að finna orðin "tire pressure" og er það í fyrsta sinn í rúm 60 ár, sem slíkt rekur á mínar fjörur. 

Enginn bíll fram að þessu hefur verið svo ódýr eða aumur að þessar upplýsingar hafi skort í handbókum þeirra á þann hátt að hægt hafi verið að fletta því upp í stafrófsröð. 

Í staðinn er greint frá því að í bílnum sé TPMS sem er skammstöfun fyrir Tire Pressure monitoring systemm.  

Já, flott skal það vera. 

Og síðan gerðist það auðvitað að það kom aðvörunarljós á fína tölvuskjáinn í mælaborðinu sem sýndi að það væri of lítill þrýstingur í vinstra framhjólinu. 

Athugun mín sýndi að þrystingurinn var 27 pund, sem er reyndar nóg fyrir keppni í rallakstri, en ekki fyrir þennan bíl. 

Prófað var að pumpa þrýstinginn upp í 32 pund, en tölvustýrða dekkjaþrýstingseftirlitsstjórnkerfið hélt áfram að halda því fram að þetta væri áfram í ólagi á vinstra framdekkinu. 

Í ferð á verkstæði klóruðu menn sér í hausnum, höfðu engar skýringar, en við það að fikta í TPMS hvarf það og hefur ekki sést síðan. 

Eftir sem áður vissi ég ekki í fyrstu hvaða þrýstingur á að vera í dekkjunum, en fór í gagngera leit að því í kvöld.

Og viti menn, þá fundust þessar tölur grafnar inn í talnahrúgu aftast í bókinni undir heildarheitinu "specification", þ.e. "mælitölur".   

En orðið "specification" er hvergi að finna í stafrröðinni þar sem það er auðvitað venjan að finna það orð. 

Og á þessum bíl eru tölurnar 41 pund að framan og 39 að aftan, sem langt, langt fyrir ofan það sem pumpurnar á bensínstöðvunum eru stilltar inn á að fara sjálfkrafa fyrir pumpun. 

Á síðustu árum hefur ráðlagður dekkjaþrýsingur vaðið upp í farartækjum. Ástæðan er eftirsókn eftir sem minnstri orkueyðslu. 

Þetta gerir bílana harðari og hastari í akstri en orkureikninginn lægri.  


mbl.is Bilun olli Teslu-eigendum vandræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"það sem er ekki í bílnum bilar aldrei"

Eða eins og Elon Musk orðar það: "The best part is no part."

Guðmundur Ásgeirsson, 21.11.2021 kl. 16:15

2 identicon

Í sumum bílum er ástand dekkja mælt þannig að ABS skynjarar greina mismarga púlsa og þegar minkar þrýstingur í dekki  þa´brterytist ummál  og þsð verða ekki jafnmargir púlsar taldir,að stilla þetta er talsvert torf og vísað á þessari blaðsíðu  á þá næstu og næstu

bíll (IP-tala skráð) 21.11.2021 kl. 16:32

3 identicon

Sæll Ómar

 Eftr lestur pistilsins sem er góður Nútima bílar eru tækniófreskjur.Verð að benda á að loftdælurnar  á bensinstöðvunum eru oft stilltar á 29 psi en kúnninn getur stillt þær upp eða niður með tökkunum sem eru í boði við skjáinn Ég dæli oft í reiðhjól hjá N! og OLIS stilli fyrst á 50 psi

Kv águst 

Ágúst þorbjörnsson (IP-tala skráð) 22.11.2021 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband