Hybrid bílar eru alls ekki "nýorkubílar."

Síðan hvenær urðu bensín og olía "nýorkugjafar"? En með því að kenna hybid bíla við nýorku tekst það hér á landi að birta mun hærri heildarölur um hlut nýorkubíla í innflutningi nýrra bíla en rétt er. 

Aðeins einn orkugjafa er hægt að setja á hybrid bíla til þess að knýja drifkerfi þeirra: Bensín eða olíu. Notkun raforku felst einungis í því, að bensínorkan er notuð innan aflkerfis bílsins til þess að framleiða innbyggða raforku. 

Allt tal um að bíllinn "noti sömu raforkuna aftur og aftur" á sér ekki stoð í veruleikanum, því að í endurvinnslu nýtast aðeins 8 prósent af raforkunni til þess hlutverks, en 92 prósent fara í yfirvinna loftmótstöðu og núningsmótstöðu.  

Hæpið getur verið að skilgreina tengiltvinnbíla sem nýorkubíla, því að það fer aðeins eftir aðstæðum og akstursnotkun ökumanna, að hve miklu leyti raforka er keypt til að setja á rafaflskerfi bílsins. 

Síðuhafa er bæði kunnugt um eigendur tengiltvinnbíla, sem setja afar lítið, allt ofan í ekki neitt rafmagn á bílinn, og með slíkum akstri, til dæmis á langleiðum, verður bensíneyðsla bílsins jafnvel meiri en á dísilbíl eða bensínbíl. 

En síðan eru aðrir, sem vegna lítils aksturs eða að mestu innanbæjar komast langt með að nota raforkuna eingöngu. 

Hreinir rafbílar eru einu bílarnir, þar sem 100 prósent orkunnar, sem notuð er á bílinn, er raforka. 


mbl.is Nýorkubílarnir komnir á fulla ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband