5.12.2021 | 17:15
Eðli öflugra ríkja að sækja inn í tómarúm.
Fáar þjóðir heims hafa sloppið við það að stórveldi seildist til áhrifa hjá þeim þegar breytingar urðu á valdahlutföllum eða tómarúm myndaðist eftir styrjaldir eða aðrar sveiflur.
Þótt Danir réðu yfir Íslandi komu aldir þegar slaknaði á klónni hjá þeim og stórveldi á borð við Breta og þjóðverja sóttu til áhrifa í viðskiptum.
Hafa jafnvel heiti eins og enska öldin verið nefnd um slík tímabil.
Eftir Fyrri heimsstyrjöldina voru evrópsku stórveldin í sárum og rísandi stórveldi, Bandaríkin, sótti fram
En svo skall kreppan á og inn á sviðið stigu Hitler og nasistarnir og heimtuðu að fá að fylla tómarúmið, sem kreppan skapaði.
Jónas Jónasson, formaður Framsóknarflokksins, varð fyrstur íslenskra ráðamanna til að átta sig á því, að óhjákvæmilega myndu Bandaríkja taka svo afgerandi forystu og sækja inn í tómarúmið, sem myndaðist við hrun öxulveldanna og lömun Breta og Frakka og hrun nýlenduveldis þeirra.
Þegar Sovétríkjan féllu myndaðist tómarúm í Austur-Evrópu sem Bandaríkin sóttu inn í með afleiðingum, sem nú er verið að fást við á vesturlandaærum Rússlands og verður rætt á fjarfundi Pútíns og Bidens næsta þriðjudag.
Á sama tíma sækja Kínverjar hart fram um allan heim, meira að segja á norðurslóðum.
300 milljarða evra aðgerðir til höfuðs Kínverjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta einskisnýta ræflabandalag getur ekki neitt gert gegn Kínverjum.
Halldór Jónsson, 5.12.2021 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.