Maður nokkur ætlaði að "gefa öðrum líf" en gaf sjálfum sér líf í staðinn.

Í viðtengdu viðtali á mbl.is er athyglisvert viðtal við konu, sem þurfti á nýrnagjöf að halda og þáði nýra að gjöf frá fyrrverandi unnusta sínum. Þau tóku  síðar saman og hún segir: "Hann er að gefa mér nýtt líf." Og það er engin smáræðis gjöf. 

Orða mætti vangaveltur um lífið á ýmsan veg, svo sem: 

 

"Að hugsa sér öll þessi líf  

og engin tvö eins."

 

Kannski hefur áður verið sagt frá því hér á síðunni, þegar atburðarásin í kringum nýrnagjðf tók óvænta stefnu. 

Maður nokkur greindist með nýrnakrabbamein og ákvað bróðir hans að gefa honum nýra úr sér. 

Áður en það yrði gert varð bróðirinn að fara í skoðun, og kom þá í ljós, í nýra hans var krabbamein á byrjunarstigi. 

Þar með féll nýrnagjðfin um sjálfa sig, og í staðinn fyrir að "gefa öðrum lífið" varð að taka nýrað úr gefandanum.  

Með því gaf hann sjálfum sér lífið og bróðir hans varð að leita annað eftir lífgjafa. 

 

 


mbl.is „Hann er að gefa mér nýtt líf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband