Hvað er "kjánalegt" við að friðlýsa Dranga og Drangaskörð?

Stór orð eru notuð um að Guðmundur Ingi Guðbrandsson skyldi skrifa undir friðlýsingu á jörðinni Dröngum í Árneshreppi meðan hann var í ráðherraembætti. 1313173

Sagt frá því að fulltrúi Árneshrepps hafi neitað að skrifa undir hana og haft eftir honum að honum þyki vinnubrögð hans kjánaleg. 

Lá þó meira en þriggja ára vinna á bak við þessa friðlýsingu. 

Á viðtengdri frétt á mbl.is er birt mynd af Drangaskörðum og þá vaknar spurningin hvað hafi verið svona kjánalegt við að skrifa undir friðlýsinguna.  


mbl.is Neitaði ekki að skrifa undir friðlýsinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eitthvað er lesskilningurinn "dapur" hjá þér, það er talað um að vinnubrögð ráðherra í málinu hafi verið kjánaleg, sem þau voru, en ekki er nefnt að friðlýsingin sjálf hafi verið gagnrýniveð en þegar miklir öfgamenn eiga í hlut þá vill umræðan stundum fara út um víðan völl.....

Jóhann Elíasson, 8.12.2021 kl. 13:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Útskýrðu fyrir mér af hverju það var svona ámælisvert hjá "öfgamanni" að friðlýsa náttúruvættið Drangaskörð.

Ég hef farið um allt land okkar, um endilangan Noreg, og megnið af Grænlandi og hef ekki fundið neitt fyrirbæri sem líkist Drangaskörðum. 

Fæ ekki séð að neitt sambærilegt sé til á norðuhveli jarðar. 

Friðlýsingin var gerð í samkomulagi við landeigendur eins og alsiða er hér á landi. 

Ómar Ragnarsson, 8.12.2021 kl. 15:24

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hver sagði að öfgamaður haf friðað Drangaskörð?  Nú er ég orðinn alveg viss um að lesskilningurinn hjá þér sé alveg í rusli.......

Jóhann Elíasson, 10.12.2021 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband